Skemmri stjórnarsáttmáli líklegri en langur

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Viðræður stjórn­ar­flokk­anna um end­ur­nýjað stjórn­ar­sam­starf hafa gengið vel und­an­farna daga, en þó ekki þannig að tek­ist hafi að út­kljá öll deilu­efni. Að sögn kunn­ugra er ekki víst að það verði reynt til þraut­ar, enda skemmri tími til stefnu. Kalla þarf Alþingi sam­an ekki síðar en 4. des­em­ber og leggja fram fjár­laga­frum­varp.

Stjórn­arþing­menn, sem Morg­un­blaðið ræddi við, eru ekki mjög áhyggju­full­ir og segja eng­ar lík­ur á öðru en að flokk­arn­ir nái sam­an. Hins veg­ar hafi senni­lega of mik­ill tími farið í að ræða nokk­ur ágrein­ings­efni, sem ekki verði gert út um á nokkr­um dög­um eða vik­um. Þar ræðir um gam­al­kunn­ug þrætu­epli á borð við land­vernd og ork­u­nýt­ingu.

„Þar þurfa flokk­arn­ir ein­fald­lega að treysta hver öðrum til þess að geta unnið úr þeim mál­um á kjör­tíma­bil­inu. Þetta eru ólík­ir flokk­ar og nokk­ur bjart­sýni að þeir gætu leyst öll erfiðu mál­in fyr­ir fram,“ sagði einn stjórn­ar­liði í sam­tali við blaðið.

Hermt er að fyr­ir liggi nokkuð löng drög að stjórn­arsátt­mála, „of löng“ sögðu fleiri en einn viðmæl­andi. Þeir töldu lík­legra, úr því sem komið væri, að kynnt­ur yrði skemmri stjórn­arsátt­máli með breiðum strok­um, laus við of mik­il smá­atriði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina