Kína og Bandaríkin auka samstarf í loftslagsbaráttunni

Xie Zhenhua, fulltrú kínverja í loftslagsmálum á blaðamannafundi á loftlagsráðstefnunni …
Xie Zhenhua, fulltrú kínverja í loftslagsmálum á blaðamannafundi á loftlagsráðstefnunni COP26 í dag. AFP

Kína og Banda­rík­in hafa ákveðið að auka sam­starf sín á milli í lofts­lags­bar­átt­unni næsta ára­tug­inn. Frá þessu greindi Xie Zhen­hua, full­trúi kín­verja í lofts­lags­mál­um, á lofts­lags­ráðstefn­unni COP26 í Glasgow í dag.

„Báðir aðilar viður­kenna að grípa þurfi til rót­tæk­ari aðgerða í lofts­lags­mál­um til að hægt sé að upp­fylla mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins og höf­um við ákveðið að vinna að því í sam­ein­ingu,“ til­kynnti Zhen­hua óvænt á blaðamanna­fundi á ráðstefn­unni.

Bera ábyrð á nærri 40% allri kol­efn­is­meng­un

Kína og Banda­rík­in losa mest allra þjóða af gróður­húsaloft­teg­und­um en sam­an bera lönd­in tvö ábyrgð á nærri 40% allri kol­efn­is­meng­um í heim­in­um, að því er frétta­stofa AFP grein­ir frá.

Áætlan­ir land­anna tveggja um aukn­ar aðgerðir í bar­átt­unni verði „áþreif­an­leg­ar“, að sögn Zhen­hua. Þá séu báðir aðilar til­bún­ir að vinna að frá­gangi á reglu­bók Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

Par­ís­ar­sam­komu­lagið frá 2015 skyld­ar þær 195 þjóðir sem skrifuðu und­ir það til að vinna sam­an að því að tak­marka hnatt­ræna hlýn­un af manna­völd­um með því að minnka los­un gróður­húsaloff­teg­unda til muna.

Zhen­hua sagði Kína og Banda­rík­in haldið 30 fjar­fundi um sam­starfið á síðastliðnum 10 mánuðum.

„Sem tvö stærstu stór­veldi heims­ins verða Kína og Banda­rík­in að taka ábyrgð og vinna sam­an í lofts­lags­bar­átt­unni.“

John Kerry, fulltrúi bandaríkjamanna í loftslagsmálum.
John Kerry, full­trúi banda­ríkja­manna í lofts­lags­mál­um. AFP

Eigi ekki annarra kosta völ en að vinna sam­an

Í síðustu viku sagði Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, að með því að sleppa því að mæta á lofts­lags­ráðstefn­una COP26 hafi Xi Jin­ping, aðal­rit­ari kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins, „gengið í burtu“ frá lofts­lags­vand­an­um.

Kína svaraði fyr­ir sig en síðan þá virðast aðilarn­ir tveir hafa sæst, fyr­ir kom­andi viðræður í næstu viku.

„Þessi sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ing sýn­ir að Kína og Banda­rík­in eiga ekki annarra kosta völ en að vinna sam­an,“ sagði Zhen­hua.

Full­trú­ar í Glasgow semja nú um hvernig eigi að inn­leiða mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins og hvernig koma megi þró­un­ar­ríkj­um til aðstoðar í lofts­lags­bar­átt­unni.

mbl.is