Útgerðirnar greiða engin veiðigjöld vegna loðnu

Beitir NK og Venus NS á miðunum á loðnuvertíð árið …
Beitir NK og Venus NS á miðunum á loðnuvertíð árið 2016. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Eng­in veiðigjöld hafa verið greidd af loðnu á þessu ári en verð á loðnu­af­urðum var óvenju hátt fyrstu mánuði árs­ins og nam heild­ar­út­flutn­ing­ur 16,4 millj­örðum króna fyrstu fimm mánuðina þegar magnið var aðeins 26 þúsund tonn. Nú er að hefjast ein stærsta loðnu­vertíð í tvo ára­tugi þar sem ís­lensk skip fá að veiða rúm­lega 600 þúsund tonn en eng­in veiðigjöld verða greidd af þeim fiski sem landað er fyr­ir árs­lok.

Ástæðan er að gild­andi stuðull til út­reikn­inga álagn­ing­ar veiðigjalda tek­ur mið af ári sem eng­in loðna var veidd sök­um loðnu­brests. Þess vegna verða ekki inn­heimt nein veiðigjöld fyr­ir loðnu sem veidd hef­ur verið frá og með 1 . janú­ar 2021 til og með 31. des­em­ber 2021. Þetta staðfest­ir Fiski­stofa.

Hér var áður vak­in at­hygli á að ástæða þess að ekki yrðu greidd veiðigjöld væri vegna þess að þorskí­gild­isstuðull­inn fyr­ir loðnu árið 2021 væri 0,00 en að gjald­heimta yrði meiri á næsta ári þegar stuðul­inn er 0,36. Það er ekki rétt þar sem það vís­ar til eldra fyr­ir­komu­lags.

Hið rétta er að ekki verður held­ur greitt veiðigjald af loðnu á næsta ári.

Upp­fært með til­liti til nýrra upp­lýs­inga 12.11.2021 klukk­an 11:06

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina