Vilja vera á undan áætlun

Í drögum að samkomulagi frá COP26 ráðstefnunni eru þjóðir hvattar …
Í drögum að samkomulagi frá COP26 ráðstefnunni eru þjóðir hvattar til að setja sér metnaðarfyllri markmið. AFP

Drög að sam­komu­lagi frá COP26-lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna hvet­ur þjóðir til að setja sér metnaðarfyllri mark­mið, sem kveða á um sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda, fyr­ir árs­lok 2022 eða þrem­ur árum á und­an áætl­un.

Ligg­ur nú fyr­ir að flýta þarf frek­ari aðgerðum sem sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um í ljósi þeirra nýju gagna sem benda til þess að ríki heims séu langt frá því að tak­marka hlýn­un jarðar við 1,5 gráðu.

Full­trú­ar frá tæp­lega 200 þjóðum víða um heim hafa rætt sam­an í Glasgow und­an­farna 10 daga um hvernig megi upp­fylla mark­mið Par­ís­arsátt­mál­ans. Drög að sam­komu­lagi kveður nú á um að þjóðir þurfi að end­ur­skoða mark­mið sín og gera þau metnaðarfyllri. Gert er ráð fyr­ir að drög­in munu taka breyt­ing­um á næstu dög­um en ráðherr­ar fara nú að funda und­ir lok ráðstefn­unn­ar.

Jarðefna­eldsneyti lík­lega í sam­komu­lag­inu

Seg­ir meðal ann­ars í drög­un­um að til að tak­marka það að meðal­hita­stigið hækki um 1,5 gráðu verði all­ir hlutaðeig­andi að grípa til áhrifa­ríkra aðgerða. Hraður, mik­ill og viðvar­andi sam­drátt­ur á los­un gróður­húsaloft­teg­unda væri nauðsyn­leg­ur til að af­stýra verstu áhrif­um hlýn­un­ar­inn­ar sem hef­ur nú þegar orðið til þess að lönd um all­an heim hafa horft upp á aukn­ingu nátt­úru­ham­fara.

Á ráðstefn­unni í Par­ís árið 2015 var lítið minnst á jarðefna­eldsneyti og í stað þess var frek­ar ein­blínt á sam­drátt í los­un. Sam­kvæmt heim­ild­um AFP frétta­stof­unn­ar er nokkuð ör­uggt að kveðið verði á um minni notk­un jarðefna­eldsneyt­is í loka­drög­um sam­komu­lags­ins.

Verðum að upp­færa mark­mið

Í Par­ís­arsátt­mál­an­um er kveðið á um að lönd verði að upp­færa lofts­lags­mark­mið sín á fimm ára fresti. Þrátt fyr­ir það voru marg­ar þjóðir sem skiluðu ekki inn upp­færðum mark­miðum fyr­ir skila­frest­inn á síðasta ári.

Í skýrslu Sam­einuðu þjóðanna sem kom út í aðdrag­anda COP26 ráðstefn­unn­ar kem­ur fram að ef nú­ver­andi ráðagerðir landa í lofts­lagsaðgerðum taka ekki breyt­ing­um má bú­ast við því að meðal­hita­stig jarðar hækki um 2,7 gráður á þess­ari öld.

mbl.is