Mættu í þriðju vettvangsferðina til Borgarness

Birgir Ármannsson rífur innsiglið að fangaklefanum þar sem kjörgögnin eru …
Birgir Ármannsson rífur innsiglið að fangaklefanum þar sem kjörgögnin eru geymd í Borgarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Und­ir­bún­ings­nefnd kjör­bréfa­nefnd­ar mætti í sína þriðju vett­vangs­ferð til Borg­ar­ness snemma í morg­un, en þar skoðuðu nefnd­ar­menn meðal ann­ars kjör­gögn til að leita svara við þeim spurn­ing­um sem ekki hef­ur enn tek­ist að varpa ljósi á.

Birg­ir Ármanns­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, rauf í morg­un inn­sigli að geymslu þar sem kjör­gögn­in voru geymd og voru þau í fram­hald­inu skoðuð.

Nefndarmenn sækja kjörgögnin í fangaklefann í Borgarnesi þar sem þau …
Nefnd­ar­menn sækja kjör­gögn­in í fanga­klef­ann í Borg­ar­nesi þar sem þau voru inn­sigluð inni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þegar við erum í svona ferli þá auðvitað vakna ýms­ar spurn­ing­ar í málsmeðferðinni. Þetta er liður í því að reyna að svara þeim spurn­ing­um sem við get­um,“ sagði Birg­ir við mbl.is í gær vegna ferðar­inn­ar.

Björn Leví Gunnarsson, einn nefndarmanna í undirbúningsnefndinni.
Björn Leví Gunn­ars­son, einn nefnd­ar­manna í und­ir­bún­ings­nefnd­inni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nefndarmenn undirbúningsnefndarinnar.
Nefnd­ar­menn und­ir­bún­ings­nefnd­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is