Vinnslustöðin vill vinna ýsu í Hafnarfirði

Vinnslustöðin hefur fest kaup á meirihluta í Hólmaskeri ehf. í …
Vinnslustöðin hefur fest kaup á meirihluta í Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Vinnslu­stöðin hf. hef­ur gengið frá samn­ing­um um kaup á meiri­hluta í fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu Hólma­skeri ehf. í Hafnar­f­irði. Kaup­in eru gerð með fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Hafn­firska fyr­ir­tækið var stofnað á þessu ári og er í eigu hjón­anna Al­berts Erlu­son­ar og Jó­hönnu Stein­unn­ar Snorra­dótt­ur. Hólma­sker keypti ný­verið rekst­ur fisk­vinnsl­unn­ar Stakk­holts ehf. í Hafnar­f­irði og voru all­ir 35 starfs­menn Stakk­holts ráðnir til starfa und­ir merkj­um nýja fyr­ir­tæk­is­ins. Starf­sem­in verður áfram í Hafnar­f­irði og megin­áhersla lögð áfram á ýsu­vinnslu fyr­ir Banda­ríkja­markað.

Auk­in vinnsla á Íslandi

Verða kaup­in samþykkt af Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu er stefnt að því að Hólma­sker muni kaupa ýsu á markaði til vinnsl­unn­ar auk þess að kaupa hluta af ýsu af Vinnslu­stöðinni og öðrum á markaðsverði.

„Mest­öll ýsa sem skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar færa að landi hef­ur annað hvort verið seld á markaði hér­lend­is eða flutt úr landi í gám­um. Ýsan yrði eft­ir kaup­in að hluta flutt frá Eyj­um til Hafn­ar­fjarðar og unn­in þar.  Hér yrði því stuðlað að því að efla fisk­vinnslu á Íslandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is