Ákvörðun um líf eða dauða

John Kerry tók til máls fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann tók …
John Kerry tók til máls fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann tók fund Bandaríkjanna og Kína sem dæmi til þess að sýna fram á að loftslagsmál væru hafin yfir hvers kyns ágreining. AFP

Þriðju drög samn­ings um aðgerðir sem tryggja að hnatt­ræn hlýn­un hald­ist und­ir 1,5 gráðum frá iðnbylt­ingu eru til­bú­in. Fá rík­in nú tæki­færi til þess að taka af­stöðu til þess hvort þau gang­ist við hon­um eður ei.

Tvennt er enn veru­lega um­deilt; ann­ars veg­ar ákvæðið að út­rýma notk­un jarðefna­eldsneyt­is og hins veg­ar að taka út ákvæðið um bóta­skyldu þróuðu ríkj­anna. Þrátt fyr­ir það virt­ist nokk­ur samstaða um að samn­ing­ur­inn væri of mik­il­væg­ur til að gang­ast ekki við hon­um. 

Stönd­um og föll­um sam­an

Alok Sharma, for­seti lofts­lags­ráðstefn­unn­ar COP26, hvatti full­trúa allra þjóða til að leggja til hliðar kapp­semi sína að fá sem mest út úr samn­ingn­um fyr­ir sitt heima­land og meta frek­ar hvort samn­ing­ur­inn sé góður samn­ing­ur fyr­ir heims­byggðina í heild. „Við stönd­um sam­an og föll­um sam­an.“

Alok Sharma bað fulltrúa að leggja samningshæfni sína og kappsemi …
Alok Sharma bað full­trúa að leggja samn­ings­hæfni sína og kapp­semi til hliðar og líta á stóru mynd­ina. AFP

Sögu­leg skuld þróaðra ríkja

Í kjöl­farið tóku fjöl­marg­ir full­trú­ar til máls, þá fyrst full­trúi Gín­eu sem lýsti yfir að það væru von­brigði að ákvæðið um bóta­ábyrgð þróaðra ríkja gagn­vart þró­un­ar­lönd­um hefði ekki hlotið braut­ar­gengi. Sam­bæri­leg sjón­ar­mið mátti heyra hjá full­trú­um fleiri þró­un­ar­landa.

Full­trúi Boli­víu lýsti því yfir að land hans myndi styðja við skjalið sem kynnt hafði verið en gagn­rýndi á sama tíma að það væri eng­in lyst hjá þróuðu ríkj­un­um að veita þró­un­ar­lönd­un­um nauðsyn­leg­an fjár­hags­leg­an stuðning til þess að standa við skuld­bind­ing­arn­ar. Hann orðaði það sem svo  þróuðu rík­in stæðu í sögu­legri skuld við þró­un­ar­lönd­in. 

Vilja halda áfram notk­un jarðefna­eldsneyt­is

Full­trúi Ind­lands vakti at­hygli á því að þró­un­ar­rík­in ættu rétt á hlut­deild í meng­un­ar­kvót­an­um sem þróuðu rík­in hafa nú þegar nýtt sér til hins ýtr­asta.

Með þessu lýsti hann yfir óánægju með samn­ings­ákvæðið um að út­rýma notk­un á jarðefneldsneyti. Kína og Suður-Afr­íka tóku und­ir með Indlandi en full­trúi Suður-Afr­íku sagðist ekki trúa á að þá nálg­un að láta eitt ganga yfir alla.  

Bhupender Yadav, umhverfisráðherra Indlands vill fá sanngjarna hlutdeild í mengunarkvótanum …
Bhupend­er Yadav, um­hverf­is­ráðherra Ind­lands vill fá sann­gjarna hlut­deild í meng­un­ar­kvót­an­um og tel­ur því ekki rétt að setja for­takslaust bann við nýt­ingu jarðefna­eldsneyt­is. AFP

Börn og barna­börn of­ar­lega í huga full­trúa

Frans Timmer­ans, full­trúi Evr­ópu­sam­bands­ins, hlaut mikið lófa­tak eft­ir sína ræðu, þar sem hann sagðist ótt­ast að full­trú­arn­ir mis­stigju sig síðustu metra maraþons­ins. Hann sagðist skilja að þró­un­ar­lönd­in vildu meiri fjár­hagsaðstoð og benti á að þetta væri bara byrj­un­in. 

„Börn­in okk­ar og barna­börn munu ekki fyr­ir­gefa okk­ur ef við bregðumst þeim í dag,“ sagði hann svo og biðlaði til annarra ríkja að gang­ast við sátt­mál­an­um. Norðmenn tóku und­ir þessi orð. 

Full­trúi Túvalú lagði áherslu á að svar þjóðarleiðtog­anna við sam­komu­lag­inu mætti ekki vera háð því hvort þeir teldu sig eiga kost á end­ur­kjöri. Lofts­lags­vá­in þekkti ekki póli­tík, en að svara henni væri nauðsyn­legt fyir mann­kynið. Hann sagðist eiga þrjú barna­börn og gæti hann sagt þeim að í Glasgow hefði tek­ist að gera samn­ing sem myndi tryggja framtíð þeirra væri það besta jóla­gjöf sem hann gæti nokk­urn tíma gefið þeim.

Frans Timmerman, fulltrúi Evrópusambandsins uppskar mikið lófatak eftir að hann …
Frans Timmerm­an, full­trúi Evr­ópu­sam­bands­ins upp­skar mikið lófa­tak eft­ir að hann lauk máli sínu. AFP

Góður samn­ing­ur þótt eng­inn sé al­veg sátt­ur

John Kerry talaði fyr­ir hönd Banda­ríkj­anna og áréttaði að Banda­rík­in vildu bæta úr því tjóni sem þró­un­ar­rík­in hefðu orðið fyr­ir og gera sitt besta til að tvö­falda fjár­hagsaðstoðina til þeirra, þrátt fyr­ir að bóta­ákvæðið hefði verið tekið út.

Hann benti svo á að það væri ein­kenni góðra samn­inga að eng­inn einn væri full­kom­lega sátt­ur, en það væri mik­il­vægt að hug­mynd­in um hið full­komna kæmi ekki í veg fyr­ir það góða.

Að lok­um sagði Kerry að leiðtog­arn­ir sem væru sam­an­komn­ir á ráðstefn­unni væru í fá­gætri for­rétt­inda­stöðu að taka ákvörðun um líf eða dauða, ákvörðun sem hefði áhrif á jörðina í heild.

mbl.is