Hóf framleiðslu íslenskra toghlera

„Eins og í öllum góðum sögum þá hljóp smá snurða …
„Eins og í öllum góðum sögum þá hljóp smá snurða á þráðinn í fyrstu haustbrælunni en með minniháttar breytingum á stillingum tókst að koma öllu aftur í gott horf,“ segir Pétur um reynsluna af notkun toghleranna í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áhuga­vert verður að fylgj­ast með þeim viðtök­um sem ABYSS Tog­veiðibúnaður ehf. mun fá hjá ís­lensk­um út­gerðum enda ekki á hverj­um degi að nýr tog­hlera­fram­leiðandi birt­ist á ís­lenska markaðinum.

Pét­ur Jen­sen er maður­inn á bak við ABYSS en hann er menntaður vél­virki og á að baki þriggja ára­tuga reynslu á sviði hönn­un­ar og smíði tog­veiðibúnaðar. Pét­ur réð sig til J. Hinriks­son­ar ehf. árið 1991 og stýrði m.a. smiðju fyr­ir­tæk­is­ins í Mexí­kó í þrjú ár en sneri þá aft­ur til Íslands til að taka við stöðu verk­stjóra, sam­hliða því að hann fór að láta til sín taka við hönn­un og betr­um­bæt­ur á tog­hler­un­um sem J. Hinriks­son fram­leiddi.

Eins og les­end­ur muna keypti Hampiðjan rekst­ur J. Hinriks­son­ar árið 1999 og lagði í fram­hald­inu niður tog­hlera­fram­leiðsluna á Íslandi, og féll það Pétri í skaut að halda utan um fram­leiðslu er­lend­is á Poly-Ice-tog­hler­um. Upp úr 2013 færðist hann til Thy­boron í Dan­mörku eft­ir að Thy­boron keypti Poly-Ice af Hampiðjunni og á hann m.a. heiður­inn af hönn­un margra Thy­boron-tog­hlera sem ættu að vera ís­lensk­um skip­stjór­um að góðu kunn­ir.

Smækkuð módel af ABYSS-toghlerunum. Verður gaman að sjá hvort þau …
Smækkuð mód­el af ABYSS-tog­hler­un­um. Verður gam­an að sjá hvort þau ná fót­festu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fyr­ir um það bil tveim­ur árum ákvað Pét­ur að venda sínu kvæði í kross og spreyta sig á eig­in rekstri. Til að gera langa sögu stutta er búið að smíða fyrsta parið af ABYSS-tog­hler­um, sem Pét­ur hef­ur hannað frá grunni, og hafa þeir reynst vel við veiðar. „Eft­ir að hafa stofnað fyr­ir­tækið ræddi ég við Ei­rík Jóns­son, skip­stjóra hjá Brimi, og í fram­haldi við Birki Hrann­ar Hjálm­ars­son út­gerðar­stjóra og varð úr að þeir keyptu af mér fyrsta parið. Hafa tog­hler­arn­ir verið í notk­un í allt sum­ar og gengið al­veg ljóm­andi vel,“ út­skýr­ir Pét­ur.

„Eins og í öll­um góðum sög­um þá hljóp smá snurða á þráðinn í fyrstu haust­bræl­unni en með minni­hátt­ar breyt­ing­um á still­ing­um tókst að koma öllu aft­ur í gott horf. Fékk ég að fara í einn túr með áhöfn­inni til að geta fylgst bet­ur með og verð ég að segja að skip­verj­ar eru mikl­ir kapp­ar og gott fólk að vinna með.“

Skuttogarinn Akurey í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf.
Skut­tog­ar­inn Ak­ur­ey í eigu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Brims hf. mbl.is/Þ​or­geir

Fram­leiðsla aft­ur til Íslands

Erfiðlega gekk að finna aðila á Íslandi sem gat smíðað ABYSS-tog­hler­ana á sam­keppn­is­hæfu verði og þykir Pétri það miður. Varð úr að smíða fyrsta parið er­lend­is en seg­ir Pét­ur að hann trúi að á Íslandi sé hægt að fram­leiða tog­hlera á sam­kepn­is­hæfu fram­leiðslu­verði þar sem er­lend­ir fram­leiðend­ur séu oft á tíðum að glíma við hærri launa­kostnað, aðföng þeirra oft dýr­ari og orku­kostnaður hærri en á Íslandi.

Pétri þætti gam­an að sjá tog­hlera­fram­leiðslu fær­ast aft­ur til Íslands og var slík­ur iðnaður blóm­leg­ur fyrr á árum. „Síðasta fyr­ir­tækið sem sinnti hlera­fram­leiðslu að ein­hverju marki var Hlera­gerðin og hef­ur öðrum fyr­ir­tækj­um gengið erfiðlega að fóta sig á þessu sviði,“ seg­ir Pét­ur og bend­ir á að oft hafi fyr­ir­tæki hætt tog­hlera­smíði eft­ir yf­ir­töku stærra fyr­ir­tæk­is sem hafi metið það sem svo að fram­leiðslan væri ekki nægi­lega arðbær. „Öðrum fyr­ir­tækj­um hef­ur ekki tek­ist að ná góðri fót­festu og hjálp­ar ekki til að tog­hlera­smíði get­ur verið mjög sveiflu­kennd og oft tvö til þrjú ár á milli end­ur­nýj­ana.“

Pétri þætti gam­an að end­ur­vekja ís­lenska tog­hleraiðnaðinn: „Það sem þarf er ákveðinn stöðug­leiki, og að hafa nokkra fasta kúnna og ætti þá að vera hægt að fram­leiða ís­lenska tog­hlera á sam­keppn­is­hæfu verði – svo fremi að aðkomu milliliða sé haldið í lág­marki. Að hafa hönn­un og fram­leiðslu á Íslandi ætti líka að þýða að kaup­andi og selj­andi geti átt í mun nán­ara sam­starfi og hægt að koma hratt og vel til móts við alls kyns ósk­ir og hug­mynd­ir um breyt­ing­ar, betr­um­bæt­ur og sérþarf­ir viðskipta­vina.“

Ein­fald­leik­inn best­ur

Meðal þess sem aðgrein­ir hlera ABYSS frá vöru keppi­naut­anna er að með hönn­un sinni er Pét­ur ekki að elt­ast við nein­ar töfra­lausn­ir, eins og hann orðar það. Er út­gangspunkt­ur­inn í hönn­un­inni að tog­hler­arn­ir séu áreiðan­leg­ir og ein­fald­ir í notk­un og þjón­usta við viðskipta­vini sé góð.

„ABYSS-tog­hler­arn­ir eiga að þjóna hlut­verki sínu vel, hafa góðan skverkraft, vera stöðugir og góðir í notk­un á all­an hátt, með hæfi­legt viðnám og vel smíðaðir. Virðast sum­ir fram­leiðend­ur hafa farið ögn fram úr sjálf­um sér í tog­hlera­hönn­un sem t.d. legg­ur of­urá­herslu á að lág­marka viðnám með eldsneyt­is­sparnað í huga, en hler­arn­ir síðan reynst vera erfiðir í meðför­um auk þess sem deila má um hvort hönn­un­in hafi í raun nokk­ur áhrif á eldsneyt­is­notk­un skipa við veiðar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: