Beitir NK-123 kom til hafnar á Húsavík á laugardag en slæm veðurspá hindraði þau skip sem voru á miðum norður af landi í loðnuleit. Nokkur skip héldu þá inn á Akureyri en Beitir fór í höfn á Húsavík.
„Það hefur bara verið erfitt tíðarfar og slæm veðrátta þarna fyrir norðan, en skipið er þó farið aftur út,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sem gerir Beiti út, í gærkvöldi. Eitthvað hafi sést af loðnu en „þeir eiga eftir að sjá hvort það er veiðanlegt“.