Varðskipið Týr lauk sinni síðustu ferð í dag

Áhöfnin á Tý fór í síðustu ferð með skipinu.
Áhöfnin á Tý fór í síðustu ferð með skipinu. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Týr kom til Reykja­vík­ur klukk­an níu ár­deg­is í dag og lauk þar með síðasta út­haldi sínu. Varðskipið Freyja tek­ur form­lega við kefl­inu þegar Týr kem­ur til hafn­ar en Freyja fer í sína fyrstu eft­ir­lits­ferð 22. nóv­em­ber. Þetta seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Týr kom í fyrsta sinn til Reykja­vík­ur 24. mars 1975 og lagðist að Ing­ólfs­garði. Skipið var þá full­komn­asta skip Íslands og jafn­framt það dýr­asta en það kostaði um einn millj­arð króna. Varðskipið fór sína fyrstu ferð til björg­un­ar- og land­helg­is­gæslu­starfa frá Reykja­vík þann 29. mars 1975, und­ir stjórn Guðmund­ar Kjærnested , skip­herra, og það kom í hlut Ei­ríks Braga­son­ar, skip­herra, að stýra skip­inu í loka­ferðinni.

Í byrj­un þessa árs var Týr tek­inn í slipp í Reykja­vík. Við skoðun kom í ljós að vél sem stýr­ir skrúfu­búnaði skips­ins var illa skemmd. Jafn­framt kom í ljós að tveir af tönk­um skips­ins voru mikið skemmd­ir sök­um tær­ing­ar og var því ekki talið svara kostnaði að gera við skipið.

Um borð í Tý 1975. Sjá má Ólaf Jóhannesson, Pétur …
Um borð í Tý 1975. Sjá má Ólaf Jó­hann­es­son, Pét­ur Sig­urðsson og Guðmund Kjærnested skip­herra. mbl.is/Ó​laf­ur K. Magnús­son
Týr árið 1975.
Týr árið 1975. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Síðasti skipsfundurinn. Á myndinni eru: Eiríkur Bragason skipherra, Elvar Már …
Síðasti skips­fund­ur­inn. Á mynd­inni eru: Ei­rík­ur Braga­son skip­herra, Elv­ar Már Sig­urðsson 3.stýri­maður, Jó­hann­es Friðrik Ægis­son bátsmaður, Ant­on Örn Rún­ars­son 2.stýri­maður, Tinna Magnús­dótt­ir 1.vél­stjóri, Heiður Berg­lind Þor­steins­dótt­ir 2.vél­stjóri, Gunn­ar Rún­ar Páls­son yf­ir­véla­stjóri, Eg­ill Logi Hilm­ars­son bryti og Ein­ar Ingi Reyn­is­son yf­ir­stýri­maður. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: