Baldur genginn úr Miðflokknum

Baldur Borgþórsson.
Baldur Borgþórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bald­ur Borgþórs­son, fyrsti vara­borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, hef­ur til­kynnt um úr­sögn sína úr Miðflokkn­um. 

Það gerði Bald­ur með yf­ir­lýs­ingu á Face­book-síðu sinni fyr­ir skömmu. Í til­kynn­ingu hans kem­ur fram að hann muni standa við kjör sitt sem vara­borg­ar­full­trúi út kjör­tíma­bilið, sem lýk­ur í vor. 

Bald­ur kýs að tí­unda ekki ástæður úr­sagn­ar sinn­ar að öðru leyti en að hann hafi ít­rekað orðið vitni að starfs­hátt­um og fram­komu und­ir merkj­um Miðflokks­ins sem hann geti með engu móti sætt sig við, í störf­um sín­um sem vara­borg­ar­full­trúi. 

Lesa má færslu Bald­urs í heild sinni hér:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina