Helga Vala formaður þingflokks Samfylkingarinnar

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Vala Helga­dótt­ir hef­ur tekið við for­mennsku þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en svo hljóðandi til­laga for­manns var samþykkt á þing­flokks­fundi í dag.

Helga Vala hef­ur setið á þingi fyr­ir hönd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar frá ár­inu 2017. Hún var formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is á ár­un­um 2017 - 2019 og formaður vel­ferðar­nefnd­ar 2019 - 2021.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir var auk þess kjör­in vara­formaður þing­flokks og Kristrún Frosta­dótt­ir rit­ari þing­flokks á fund­in­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

„Þrátt fyr­ir sér­stakt upp­haf kjör­tíma­bils erum við í Sam­fylk­ing­unni full til­hlökk­un­ar að þing komi sam­an enda mörg brýn verk­efni framund­an auk þess sem við höf­um und­an­farn­ar vik­ur unnið að mik­il­væg­um mál­um sem við vilj­um setja á dag­skrá,” er haft eft­ir Helgu Völu í til­kynn­ingu sem flokk­ur­inn sendi frá sér. 

mbl.is