Segir að efla þurfi hafrannsóknir

Svanur Guðmundsson segir ástæðu til að leita leiða til að …
Svanur Guðmundsson segir ástæðu til að leita leiða til að auka þekkingu til að hámarka ágóða af nýtingu fiskistofna. Samsett mynd

„Það er eng­in skyn­semi í því að slíta bæði mann­skap og tækj­um til að ná í afla sem við fáum lítið fyr­ir á markaði,“ skrif­ar Svan­ur Guðmunds­son, sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri Bláa hag­kerf­is­ins, í aðsendri grein sem birt var í Morg­un­blaðinu í gær.

Hef­ur hann að und­an­förnu vakið at­hygli á því að hugs­an­lega kynni að að vera hægt að auka fram­legð sjáv­ar­út­vegs­ins í heild og minnka kostnað ef veidd yrði tölu­vert minni loðna en ráðlagt há­mark Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Í grein sinni skrif­ar Svan­ur: „Hver verða áhrif­in á bol­fisk­stofna sem nær­ast á loðnu? Slík­um spurn­ing­um þarf að vera hægt að svara í framtíðinni. Er þessi mikla sveifla í loðnu­stofn­in­um hugs­an­lega tæki­færi til rann­sókna á því sviði?“

Efla þurfi rann­sókn­ir

Þá seg­ir hann tak­markaða vís­inda­lega þekk­ingu leiða til þess að líf­fræðilegt varúðarsjón­ar­mið end­ur­spegl­ist í lægra afla­marki en gæti verið ef byggt væri á meiri þekk­ingu. Þá sé mik­il­vægt að ríkið efli rann­sókn­ir og þjóðhags­legt mat á arðsemi fiski­stofna fyr­ir þjóðarbúið.

„Þróun og vís­inda­leg ný­sköp­un hafa ef til vill verið full hæg hjá Haf­rann­sókna­stofn­un og fjár­veit­ing­ar í grunn­rann­sókn­ir of litl­ar,“ full­yrðir Svan­ur.

Tæki­færi er til að auka þekk­ingu með að nýta þau tæki sem þegar eru fyr­ir hendi. „Mörg skip [hafa] komið sér upp búnaði til að fylgj­ast með veiðarfær­um í raun­tíma svo bæta megi virkni þeirra og gæði afl­ans. Segja má að þessi búnaður sé svo full­kom­inn að hvert skip sé nán­ast út­búið sem rann­sókn­ar­stofa. Aðeins þarf smá­vægi­lega fjár­fest­ingu til viðbót­ar, bæta söfn­un, vörslu og flutn­ing gagna og þjálfa lyk­il­menn úr áhöfn til nauðsyn­legr­ar sýna­töku á afla og skrán­ing­ar áður en hægt er að virkja þessa rann­sókn­ar­stof­ur og auka starf­semi þeirra mark­visst.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: