Atburðarásinni gerð skil á 17 blaðsíðum

Undirbúningsnefnd á fundi.
Undirbúningsnefnd á fundi. mbl.is/Unnur Karen

Und­ir­bún­ings­nefnd kjör­bréfa­nefnd­ar Alþing­is gaf í gær út drög að máls­at­vika­lýs­ingu, þar sem farið er yfir at­b­urðarás taln­ing­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar í sept­em­ber síðastliðnum.

Þar er ekki að finna neina niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar um hvort og þá hvernig var ólög­lega staðið að taln­ingu eða geymslu kjör­gagna.

Raun­ar sagði Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins og einn nefnd­ar­manna, að ekk­ert benti ennþá til þess að svo stór mis­tök hafi verið gerð við taln­ingu eða end­urtaln­ingu að grípa þyrfti til end­ur­kosn­ing­ar.

Eng­in niðurstaða

Drög nefnd­ar­inn­ar eru 17 blaðsíður og er þar rakið hvernig upp­haf­leg taln­ing fór fram og hvernig ákveðið var að end­urtaln­ing skyldi fara fram eft­ir að lands­kjör­stjórn gerði yfir­kjör­stjórn í Norðvest­ur­kjör­dæmi viðvart um að mjótt væri á mun­un­um í kjör­dæm­inu.

Drög­in byggja á framb­urði þeirra sem að taln­ing­unni stóðu, stjórn­ar­mönn­um í yfir­kjör­stjórn Norðvest­ur­kjör­dæm­is og lands­kjör­stjórn­ar ásamt framb­urðum umboðsmanna stjórn­mála­flokka og fram­bjóðenda þeirra í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Mál manna er að störf­um und­ir­bún­ings­nefnd­ar­inn­ar fari að ljúka á næst­unni og kem­ur það þá í hlut eig­in­legr­ar kjör­bréfa­nefnd­ar að taka af­stöðu byggða á þeim gögn­um sem und­ir­bún­ings­nefnd­in safnaði. 

Loks kem­ur það svo í hlut Alþing­is að skera end­an­lega úr um lög­mæti kosn­ing­anna í sept­em­ber. 

mbl.is