Neyðarástandi lýst yfir í hluta Kanada

Þúsundir eru strand vegna flóða og geta ekki flúið heimili …
Þúsundir eru strand vegna flóða og geta ekki flúið heimili sín. Kanadíski herinn aðstoðar nú fólk við að komast leiða sinna. AFP

Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir í Bresku-Kól­umb­íu, í vest­an­verðu Kan­ada, eft­ir að óveður og vatna­vext­ir urðu til þess að sam­göngu­innviðir urðu óvirk­ir á svæðinu.

Kanadíski her­inn hef­ur verið send­ur til Bresku-Kól­umb­íu til þess að aðstoða fólk við að flýja heim­ili sín og kom­ast leiðar sinn­ar. Þúsund­ir hafa verið strand á heim­il­um sín­um frá því á sunnu­dag síðastliðinn þegar óveðrið skall á, eins og seg­ir í frétt BBC.

Eins og sjá má á mynd­um frá Kan­ada eru vatna­vext­ir gríðar­mikl­ir, ár og vötn hafa flætt yfir vegi og lest­arteina og talað er um mestu veður­ham­far­ir á svæðinu í ein hundrað ár.

Ein kona lést fyrr í vik­unni þegar aur­skriða féll á þjóðveg á svæðinu og þriggja er saknað.

Heilu húsin hafa horfið.
Heilu hús­in hafa horfið. AFP

Yf­ir­völd kenna lofts­lags­breyt­ing­um um

Yf­ir­völd í Kan­ada segja að vatna­vext­ina megi rekja til lofts­lags­breyt­inga. Straum­ur uppgufaðs vatns, sem alla jafna flyt­ur hita­belt­is­regn til norður­skauts­ins, varð að rign­ingu yfir Bresku-Kól­umb­íu og rigndi niður því sem nem­ur mánaðarmeðaltali á ein­um sól­ar­hring.

John Horg­an, æðsti ráðherra Bresku-Kól­umb­íu, var ómyrk­ur í máli sínu þegar hann til­kynnti í gær að lýsa skyldi yfir neyðarástandi.

„Það er ekki ein mann­eskja sem hef­ur ekki fundið fyr­ir áhrif­um eða mun síðar finna fyr­ir áhrif­um þess sem gerst hef­ur í vik­unni. Fjöldi at­b­urða eins og við sjá­um nú hef­ur færst í auk­ana vegna lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um,“ sagði Horg­an á blaðamanna­fundi.

mbl.is