Þingflokksformenn í stjórnarandstöðu funda

Alþingi við Austurvöll.
Alþingi við Austurvöll. mbl.is/Sigurður Bogi

Þing­flokks­for­menn flokka í stjórn­ar­and­stöðu funda sem stend­ur um stöðuna í þing­inu. Alþingi hef­ur ekki komið sam­an í um fimm mánuði og fram und­an er snörp vinna við fjár­laga­gerð þegar þing kem­ur sam­an í næstu viku. 

Helga Vala Helga­dótt­ir, nýr þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði fund­inn standa yfir þegar blaðamaður náði tali af henni rétt í þessu. 

Þor­björg Gunn­laugs­dótt­ir, þing­kona Viðreisn­ar, er á meðal þeirra sem gagn­rýnt hafa seina­gang við mynd­un rík­is­stjórn­ar og að þing sé sett. Seg­ir hún mik­il­væg mál­efni sitja á hak­an­um á meðan unnið er að mynd­un rík­is­stjórn­ar og „allt óeðli­legt við þetta ástand“.

Ákveðið var í gær að Alþingi komi sam­an á þriðju­dag­inn og verði niðurstaða und­ir­bún­ings­nefnd­ar fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa þá gert kunn­gjörð og gengið til kosn­inga um lög­mæti kjör­bréfa. 

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins og nefnd­armaður í und­ir­bún­ings­nefnd­inni, hef­ur op­in­berað þá skoðun sína að hún telji rétt­ast að láta loka­töl­ur í taln­ingu at­kvæða í Norðvest­ur­kjör­dæmi standa. 

mbl.is