Uppskriftin leyndarmál en bragðið sagt einstakt

Það er ljóst að styttist í jólin þegar starfsmenn Síldarvinnslunnar …
Það er ljóst að styttist í jólin þegar starfsmenn Síldarvinnslunnar byrja að setja hana ásamt öðru góðgæti í föturnar. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Jóla­and­inn ríkti í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað í dag. Þar unnu starfs­menn hörðum hönd­um við að koma jólasíld­inni í föt­ur, íklædd viðeig­andi húf­ur og við dynj­andi jóla­tónlist.

Jólasíld fyr­ir­tæk­is­ins er er fyr­ir marga ómiss­andi á jól­un­um að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. „Til eru þeir sem segja að eitt helsta til­hlökk­un­ar­efni árs­ins sé að fá að bragða á þess­ari eðalsíld.“

Fram kem­ur að síld­in er fram­leidd eft­ir ströng­um regl­um og stýr­ir Jón Gunn­ar Sig­ur­jóns­son yf­ir­verk­stjóri fram­leiðslunni. Hann hef­ur tölu­verða reynslu á þessu sviði og hef­ur komið að fram­leiðslu jólasíld­ar­inn­ar í 35 ár.

Unnið var hörðum höndum.
Unnið var hörðum hönd­um. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an/​Smári Geirs­son

Mörgu þarf að huga að við gerð jólasíld­ar að sögn Jóns Gunn­ars. „Eitt það mik­il­væg­asta er að fá góða síld til fram­leiðslunn­ar. Við velj­um al­gjöra eðalsíld sem er ný­veidd og eins fersk og unnt er að hugsa sér. Reynd­ar er öll síld sem við fáum til vinnslu í hæsta gæðaflokki en sú síld sem verkuð er sem jólasíld er ein­stak­lega góð.“

„Verk­un­in á jólasíld­inni hefst um miðjan sept­em­ber. Þá er flakað og brytjað og síðan eru bitarn­ir sett­ir í tunn­ur. Í tunn­un­um ligg­ur hún í ed­iks­legi í mánuð. Þá er hún sett í föt­ur og fer ým­is­legt með í föt­urn­ar sem ger­ir bragðið ein­stakt. Upp­skrift­in að jólasíld­inni okk­ar er leynd­ar­mál en ótrú­lega marg­ir sem hafa bragðað hana segja að þetta sé besta síld í heimi. Það er af­skap­lega skemmti­legt verk­efni að vinna að fram­leiðslu jólasíld­ar­inn­ar og heil­mik­il stemmn­ing í kring­um það. Núna hef­ur þetta verið svo­lítið erfitt vegna þess að það hef­ur svo mikið verið að gera við hefðbund­in störf í fiskiðju­ver­inu. Um þess­ar mund­ir veiðist ís­lenska sum­argots­s­íld­in og þá er fram­leiðsla á fullu hjá okk­ur. Það kom núna smá­hlé og þá var tæki­færið gripið og unnið í jólasíld­inni,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

Fyr­ir starfs­menn og sjúkra­húsið

Úrvalss­íld­in sem starfs­menn Síld­ar­vinnsl­unn­ar er aðeins fyr­ir út­valda og er hún fram­leidd fyr­ir­starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins og þá sem tengj­ast fyr­ir­tæk­inu. Hos­urn­ar, líkn­ar­fé­lag starfs­manna Fjórðungs­sjúkra­húss­ins í Nes­kaupstað, fær einnig síld sem seld verður til styrkt­ar sjúkra­hús­inu.

Síld­ar­vinnsl­an er hreyk­in af síld­inni og kveðst hafa fengið ein bestu meðmæli frá dönsk­um síld­arun­end­um. „Fyr­ir síðustu jól var starfs­mönn­um Kar­sten­sens skipa­smíðastöðvar­inn­ar í Ska­gen í Dan­mörku send jólasíld frá Síld­ar­vinnsl­unni en þeir unnu þá að smíði Bark­ar NK. Eins og all­ir vita eru Dan­ir þekkt­ir fyr­ir sína síld­ar­neyslu og fékk jólasíld­in hæstu ein­kunn hjá þeim. Það eru meðmæli sem mark er tak­andi á.“

Starfsfólkið var ánægt með afraksturinn.
Starfs­fólkið var ánægt með afrakst­ur­inn. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an/​Smári Geirs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina