Hraðpróf fyrir þingsetningu

Frá undirbúningi fyrir þingsetningu.
Frá undirbúningi fyrir þingsetningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþingi verður sett næst­kom­andi þriðju­dag og verða gest­ir við þing­setn­ing­una ör­fá­ir líkt og 2020 vegna sótt­varn­aráðstaf­ana. Það eru síðan til­mæli til allra viðstaddra að fara í hraðpróf til að skima fyr­ir kór­ónu­veiru­smiti en það hef­ur ekki gerst áður í þing­sög­unni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Þetta fyr­ir­komu­lag er sam­kvæmt ráðlegg­ing­um embætt­is sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna, að sögn Rögnu Árna­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra Alþing­is.

„Við höf­um verið í góðri sam­vinnu og sam­ráði all­an far­ald­ur­inn en mark­miðið er alltaf að halda Alþingi starf­hæfu og að koma í veg fyr­ir með öll­um ráðum að hóp­ar þing­manna smit­ist eða fari í sótt­kví,“ seg­ir Ragna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: