Mun líklega sitja hjá

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. mbl.s/Kristinn Magnússon

Sig­mar Guðmunds­son þingmaður Viðreisn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi seg­ir lík­legt að hann muni sitja hjá á fimmtu­dag, þegar kosið verður um til­lög­ur und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd­ar um upp­kosn­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Hann kveðst þó fyrst vilja sjá grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar áður en hann tek­ur end­an­lega ákvörðun.

Und­ir­bún­ings­nefnd sem fer fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa mun leggja loka­hönd á grein­ar­gerð um taln­ingu at­kvæða síðustu alþing­is­kosn­inga í Norðvest­ur­kjör­dæmi á morg­un. Munu þar tvær til­lög­ur verða lagðar fram. Þykir lík­legt að önn­ur þeirra kveði á um upp­kosn­ingu í kjör­dæm­inu og hin um staðfest­ingu seinni taln­ing­ar kjör­bréfa.

Stefnt er að því að þing­menn kjósi um til­lög­urn­ar á Alþingi næsta fimmtu­dag.

Gæti misst þing­sætið

Hef­ur verið til umræðu hvort það þyki við hæfi að Alþingi taki ákvörðun um sitt eigið lög­mæti, og þá sér­stak­lega þeir þing­menn sem hafa hags­muni af því að seinni taln­ing standi kjósi.

Sig­mar er einn þeirra fáu upp­bót­arþing­manna sem hélt sæti sínu á Alþingi eft­ir end­urtaln­ingu kjör­bréfa í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Upp­kosn­ing gæti þó mögu­lega haft þau áhrif að hann missi þing­sætið.

„Ég hall­ast að því að ég muni sitja hjá, því þetta get­ur haft bein áhrif á mitt þing­sæti, en ég vil hins veg­ar sjá rök­stuðning nefnd­ar­inn­ar fyr­ir kost­un­um áður en ég met þetta,“ seg­ir Sig­mar í sam­tali við mbl.is.

Ólýðræðis­legt laga­ákvæði

Ef svo færi að Alþingi myndi ekki fall­ast á þá til­lögu að seinni taln­ing myndi gilda er ein­ung­is laga­leg heim­ild fyr­ir upp­kosn­ingu í því kjör­dæmi sem taln­ing­in fór úr­skeiðis. Yrði því ekki kosið á land­inu öllu held­ur ein­ung­is í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Hafa mis­mun­andi skoðanir verið uppi varðandi þetta fyr­ir­komu­lag.

Að sögn Sig­mars trufl­ar það hann mjög að þetta laga­lega úrræði, sem varðar það hvernig bregðast eigi við ágalla í kosn­ing­um, sé í eðli sínu mjög ólýðræðis­legt. Sé ekki sann­gjarnt að kjós­end­ur í ein­um hluta lands­ins greiði at­kvæði þegar kosn­inga­úr­slit liggja fyr­ir í öðrum kjör­dæm­um.

„Mér finnst þetta laga­úr­ræði úr sér gengið. Það er samt sem áður leiðin og það er ekk­ert sem við get­um tekið á fyrr en kosn­inga­lög­um verður breytt en það verður auðvitað ekki gert til að bregðast við þessu klúðri. Þannig já það trufl­ar mig,“ seg­ir Sig­mar og bæt­ir við:

„Mér finnst spurn­ing­in blasa við okk­ur: Ætlum við að hafa þetta svona til fram­búðar eða ætl­um við að breyta þessu?“

mbl.is