Kristrún öflugri en fyrirrennarinn

Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa hf., segir nýja skipið mun öflugra …
Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa hf., segir nýja skipið mun öflugra en það sem verður leyst af hólmi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný Kristrún RE 177 kom til Reykja­vík­ur í gær, en hún leys­ir af hólmi eldra skip með sama nafni. Ásbjörn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Fisk­kaupa, seg­ir að nýja skipið sé stærra, öfl­ugra og bet­ur búið en það gamla, sem hef­ur verið sett á sölu.

All­ur afli verður fryst­ur um borð.

Nýja Kristrún RE 177 fánum prýdd við Grandabryggju í gær. …
Nýja Kristrún RE 177 fán­um prýdd við Granda­bryggju í gær. Skipið hét áður Argos Froya­nes. Ljós­mynd/​Jón Páll Ásgeirs­son

Síðustu þrjú ár hef­ur Kristrún verið á grá­lúðunet­um fyr­ir norðan land þar sem aðstæður eru oft erfiðar. Nýja skipið fer einnig á grá­lúðu þegar nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á því, trú­lega ekki fyrr en í fe­brú­ar. Norsk­ir eig­end­ur skips­ins gerðu það út á tann­fisk­veiðar í Suður­höf­um og meðal breyt­inga er að setja búnað til línu­veiða í land og búa það til neta­veiða.

Skip­in voru bæði smíðuð í Nor­egi, það eldra 1988 og nýja skipið 2001. Það er tæp­lega 50 metr­ar á lengd og 11 metr­ar á breidd. Nýja skipið var af­hent á Kana­ríeyj­um og þannig sparaðist hátt í 30 daga sigl­ing frá Úrúg­væ, þaðan sem skipið var gert út.

Skip­stjór­ar eru Helgi Torfa­son og Pét­ur Karls­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: