Verðandi ráðherra taki á markaðsbrestum

Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda, segir mikilvægt að …
Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda, segir mikilvægt að verðandi ráðherra sjávarútvegsmála taki á fákeppni, skorti á nýliðun og innri undirverðlagningu. mbl.is/Hari

„Það er í eign­ar­hald­inu á veiðiheim­ild­un­um sem markaðsbrest­irn­ir hafa al­var­leg­ustu áhrif­in, ekki í fisk­veiðistjórn­un­inni eða eft­ir­lit­inu. Þeir sem reyna að blanda þessu tvennu sam­an í umræðunni eru ein­ung­is að reyna að drepa mál­um á dreif,“ skrif­ar Arn­ar Borg­ar Atla­son, formaður Sam­taka fisk­fram­leiðenda og –út­flytj­enda, í opnu bréfi til næsta ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála.

Í bréf­inu, sem birt var í Morg­un­blaðinu um helg­ina und­ir fyr­ir­sögn­inni „hvatn­ing til verðandi ráðherra“, tel­ur Arn­ar upp markaðsbresti sem hann tel­ur vera í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og nefn­ir fákeppni og lóðrétta samþætt­ingu. Þá séu af­leiðing­ar þessa; skort­ur á nýliðun, erfið inn­ganga og „óeðli­leg innri und­ir­verðlagn­ing“.

„Að mínu viti þarf að láta af ein­hliða umræðu um hvort kerfið sé gott eða slæmt. Hætta að ræða um rétta fjár­hæð af­nota­gjalds. Rétta leiðin til framþró­un­ar er að mínu viti að skipta kerf­inu niður í hluta og greina hvern fyr­ir sig,“ skrif­ar hann.

Arn­ar tel­ur ljóst að af­koma sjáv­ar­út­vegs­ins muni „batna stór­kost­lega“ ef næsta ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála tak­ist að jafna sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja og verja kerfið markaðsbrest­un­um.

Nýta afla næst veiðisvæði

Í grein sinni vek­ur Arn­ar at­hygli á því að út­flutn­ing­ur á óunn­um fiski hef­ur auk­ist á und­an­förn­um árum, en að mik­il­vægt sé að snúa þeirri þróun við. „Má áætla að ná­lægt 2.000 gáma­ein­ing­um mætti fækka í út­flutn­ingi frá land­inu ef afl­inn væri unn­inn hér eða álíka marg­ar gáma­ein­ing­ar og stærstu skip Eim­skip flytja í viku hverri. Með auk­inni inn­an­lands­fram­leiðslu mætti minnka veru­lega flutn­ingsþörf­ina milli landa með til­heyr­andi áhrif­um á kol­efn­is­sporið.“

„Hlýt­ur að koma að því að horft verði til þessa með auknu vægi á móti því viðskiptafrelsi sem valdið hef­ur flutn­ingi hrá­efn­is milli landa. Við Íslend­ing­ar þurf­um og að horfa til þess að nýta afla sem næst veiðisvæði í stað flutn­inga á fiski lands­hluta á milli,“ seg­ir hann.

mbl.is