„Miklu stærra en að þingmenn eigi sæti“

Lenya Rún Taha Karim segist hvergi nærri hætt, þótt Alþingi …
Lenya Rún Taha Karim segist hvergi nærri hætt, þótt Alþingi hafi ákveðið í kvöld að seinni talning skyldi gilda. Ljósmynd/Píratar

„Niðurstaðan er baga­leg og þetta eru fyr­ir­sjá­an­leg von­brigði,“ seg­ir Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, um ákvörðun Alþing­is að láta seinni taln­ingu í kosn­ing­um til Alþing­is gilda að lok­inni rann­sókn und­ir­bún­ings­nefn­ar kjör­bréfa­nefnd­ar.

Lenya hefði dottið inn á þing hefði fyrri taln­ing gilt en tek­ur nú sæti sem varaþingmaður. Þar að auki líður senn að loka­próf­um í laga­deild og hyggst Lenya bretta upp erm­ar og ein­beita sér að þeim eft­ir rúss­íbanareiðina.

Alls sögðu 42 já við að láta Alþingiskosningarnar gilda, 16 …
Alls sögðu 42 já við að láta Alþing­is­kosn­ing­arn­ar gilda, 16 sátu hjá og 5 sögðu nei. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Erum með lög­gjafa sem ákvað að gera lög­brot að sín­um“

Hvernig horf­ir þetta við þér?

„Hér erum við með lög­gjafa sem ákvað að gera lög­brot að sín­um og leggja bless­un sína á niður­stöðu sem við vit­um ekk­ert hvort að sé rétt. En þetta er auðvitað miklu stærra en það að þing­menn eigi sæti á Alþingi, þetta snýst um það hvort við get­um treyst niður­stöðum kosn­inga, sem við get­um ekki gert í þessu til­felli,“ seg­ir Lenya.

Sjálf kveðst Lenya glöð með að óviss­an sé loks á enda. 

„Eins óvænt­ur glaðning­ur og það var þegar ég komst inn í þessa níu tíma í fyrstu, þá var þetta samt sem áður óvænt. Ef ég á að vera hrein­skil­in þá var ég gjör­sam­lega óund­ir­bú­in. En nú gefst mér færi á að fara regulega inn á Alþingi og læra á starf­semi þess sem varaþingmaður, sem er bara bless­un í sjálfu sér,“ seg­ir Lenya auðmjúk.

„Ég er bara rétt að byrja“

Held­urðu að Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu muni færa Íslandi skamm­ir fyr­ir þetta allt sam­an?

„Ég trúi ekki öðru. Fram­bjóðend­ur hafa gefið til kynna að þeir ætli að skjóta mál­inu til MDE, þannig að ég trúi ekki öðru.“

Ætti að breyta stjórn­ar­skrá til að passa að þetta ger­ist ekki aft­ur?

„Ef þetta mál sýn­ir okk­ur eitt­hvað þá er það hvað stjórn­ar­skrá­in okk­ar er úr­elt, þá sér­stak­lega 46.gr. Ef þingið get­ur ekki samþykkt nýja stjórn­ar­skrá í heild sinni þá máþað að minnsta kosti byrja á að breyta þessu ákvæði,“ seg­ir hún.

Lenya er þó að líta á björtu hliðarn­ar og hyggst klára laga­námið, næla sér í reynslu af lög­fræðistörf­um og læra inn á störf þings­ins sem varaþingmaður. „Það mun ég nýta mér til að koma sterk­ar til baka eft­ir fjög­ur ár, ef rík­is­stjórn­in end­ist svo lengi. Ég er bara rétt að byrja, ég er alls ekki búin,“ seg­ir Lenya að lok­um.

mbl.is