Bíða loðnufrétta og veðurs fyrir norðan

Víkingur AK hefur ásamt öðrum skipum verið á Akureyri að …
Víkingur AK hefur ásamt öðrum skipum verið á Akureyri að undanförnu að bíða af sér leiðindaveður sem truflar loðnuleitina.

Lík­legt er að skip­um fjölgi á loðnumiðum úti fyr­ir Norður­landi á næstu dög­um. Marg­ir eru í start­hol­un­um og bíða veðurs og frétta af loðnu­göng­um og ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins um stækk­un troll­hólfs.

Vart hef­ur orðið við loðnu vest­an Kol­beins­eyj­ar, en hún hef­ur staðið það djúpt að hún hef­ur ekki náðst í nót. Útgerðar­menn hafa óskað eft­ir því við sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið að svæði þar sem leyft er að veiða með trolli verði stækkað. Ráðuneytið seg­ir er­indið í vinnslu og til skoðunar.

Útgerðarmaður sem rætt var við í gær sagði að þessi árs­tími gæti verið erfiður fyr­ir norðan land og veður oft erfið. Menn yrðu því að sæta lagi og nýta glugga þegar vinnu­veður væri. Þannig hafa þrjú skip legið inni á Ak­ur­eyri síðustu daga, meðal ann­ars vegna veðurs, Svan­ur RE, Vík­ing­ur AK og Bjarni Ólafs­son AK.

Heima­ey VE, skip Ísfé­lags­ins, var kom­in til loðnu­leit­ar úti fyr­ir Norður­landi í gær. Sig­urður fer vænt­an­lega á loðnu um helg­ina og Álsey í næstu viku. Fjórða upp­sjáv­ar­skip Ísfé­lags­ins, Suðurey VE 11, er vænt­an­legt til lands­ins um miðjan des­em­ber, en skipið er keypt frá Svíþjóð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: