Samveran skiptir mestu máli

Þórhildur Einarsdóttir.
Þórhildur Einarsdóttir. mbl.is/Unnur Karen

Þór­hild­ur Ein­ars­dótt­ir er í MBA-námi um þess­ar mund­ir og starfar sem sjálf­stæður ráðgjafi í markaðsmá­l­um og við vefsíðugerð. Hún hef­ur einnig verið að aðstoða fólk við lista­verka­kaup og inn­an­húss­ráðgjöf.

„Jól­in og ekki síst aðvent­an eru í miklu upp­á­haldi hjá mér. Þetta er tími sam­veru með fjöl­skyldu og vin­um og snýst um að gefa af sér ekki síður en að gefa gjaf­ir. Maður verður meðvitaðri um það að skapa góðar stund­ir með þeim sem manni þykir vænt um og legg­ur sig fram um að finna tíma til að eyða í góðum fé­lags­skap. Það þarf ekki alltaf að vera flókið held­ur ein­fald­lega bara það að fara í göngu­túr eða setj­ast niður á kaffi­hús. Þá er ekki síður mik­il­vægt að minna sig á að taka stund­ir inn á milli einn með sjálf­um sér, að hug­leiða og leita inn á við. Þrátt fyr­ir að tím­inn fram að jól­um geti verið nokkuð er­ilsam­ur hef ég með tím­an­um lært að njóta hans bet­ur, ekki síst þar sem ég er ekki að elt­ast við eins mikið og áður.“

Á alltaf til hrá­efni í frönsku súkkulaðikök­una

Þeir sem þekkja til Þór­hild­ar vita að hún ger­ir þá allra bestu frönsku súkkulaðiköku sem völ er á.

„Franska súkkulaðikak­an er upp­skrift sem ég gríp oft til enda finnst mér hún mjög ein­föld að gera. Í henni eru fá hrá­efni og eina sem þarf er skál og písk­ur. Ég á alltaf til hrá­efni í eina franska en þó ger­ist það að fjöl­skyldumeðlim­ir og ég laum­umst í súkkulaðið sem á að vera í kök­una svo ég er með birgðataln­ingu reglu­lega. Ef ég geri kök­una fyr­ir jól­in reyni ég að dressa hana upp þannig að hún verði jóla­leg í út­liti. Í staðinn fyr­ir að setja súkkulaði ofan á hana strái ég flór­sykri yfir hana, skreyti með hind­berj­um eða fræj­um úr granatepli og reyni að skapa smá jóla­stemn­ingu í kring­um hana. Súkkulaðið sem ég set alla jafna ofan á hana hef ég hins veg­ar í könnu svo þeir sem vilja geti hellt því yfir sína sneið. Það er ekki sparað súkkulaðið í þess­ari upp­skrift og því þarf ekki mikið til að full­nægja súkkulaðiþörf­inni. Hún er góð ein og sér en mér finnst best að hafa rjóma með eða ís ef hún er bor­in fram á heit­um sum­ar­dög­um.“

Hlust­ar á fal­leg jóla­lög og -sálma

Hvernig skreyt­ir þú á jól­un­um?

„Haf­andi í huga að mér finnst gam­an að skreyta en leiðin­legt að ganga frá jóla­skrauti reyni ég að nota mikið nátt­úru­legt skraut eins og köngla, grein­ar og mosa sem ég skila svo út í nátt­úr­una þegar hátíðin er yf­ir­staðin. Með því að nota sem mest lif­andi og nátt­úru­legt skraut spara ég líka geymslupláss en ég hef síðustu ár meðvitað verið að grynnka á dóti í geymsl­unni. Ég næ mér í eitt og annað úti í nátt­úr­inni eins og grein­ar og köngla og hef jafn­vel notað tæki­færið þegar ég fer í Sorpu og fundið eitt­hvað þar í greina­hrúg­unni. Ég kaupi líka bæði amaryll­is og euca­lypt­us og set í vasa með furu­grein­um og set jafn­vel líka litla jólaseríu. Í eld­hús­inu hef ég stór­an vasa á eyj­unni sem er að sjálf­sögðu miðpunkt­ur­inn en í hann set ég lítið jóla­tré og skreyti. Þá hef ég hnet­ur, epli og manda­rín­ur í skál­um á völd­um stöðum í hús­inu sem er líka hollt og gott snakk fyr­ir fjöl­skyldumeðlimi. Þar sem þetta er einn myrk­asti tími árs­ins og jól­in að sjálf­sögðu hátíð ljóss­ins er ég með mikið af kert­um og nota­leg­um jóla­ljós­um bæði inni og úti. Ég keypti mér fyr­ir nokkr­um árum Georg Jen­sen-aðventukr­ans sem ég er mjög ánægð með og svo föndraði ég fyr­ir síðustu jól hurðakr­ans úr flau­eli sem verður sett­ur upp aft­ur í ár.“

mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Þór­hildi finnst hátíðlegt að hlusta á fal­leg jóla­lög.

„Það er ef­laust mis­jafnt hvað fólki finnst hátíðlegt en mér finnst mjög hátíðlegt að hlusta á fal­leg jóla­lög og þá einkum jóla­sálma. Við för­um ekki í kirkju á aðfanga­dag en mér finnst hins veg­ar mjög nota­legt og hátíðlegt að fara á jóla­tón­leika í kirkju og fer ég stund­um í kirkju milli jóla og ný­árs. Jól­in 2019 fór ég á jóla­órat­oríu Bachs í Kat­aryna-kirkj­unni í Stokk­hólmi, sem mér fannst mjög gam­an að hlusta á. Þá finnst mér alltaf mjög hátíðlegt þegar jóla­klukk­urn­ar hringja inn jól­in í út­varp­inu kukk­an sex.“

Finnst nota­legt að stússa í eld­hús­inu

Leik­ur mat­ur stórt hlut­verk á jól­un­um?

„Mat­ur og sam­vera er það sem ein­kenn­ir jóla­haldið á mínu heim­ili. Við stór­fjöl­skyld­an sem eyðum jól­un­um sam­an erum sam­hent og sam­taka í und­ir­bún­ingn­um og það er ótrú­lega nota­legt og skemmti­legt að vera að stússa í eld­hús­inu, spjalla og hlusta á góða tónlist meðan all­ir leggja hönd á plóg við að und­ir­búa jóla­mat­inn. Ég hef líka gam­an af öll­um þess­um mat­ar­hefðum tengd­um jól­un­um og eru ýmis box sem maður merk­ir við hvað það varðar. Næg­ir þar að nefna hangi­kjötið sem við borðum á jóla­dag, pip­ar­kök­urn­ar, möndl­ugraut­inn og söru­gerðina.“

Frönsk súkkulaðikaka

200 g dökkt súkkulaði

200 g smjör

4 egg

2 dl syk­ur

1 dl hveiti

Aðferð

1. Hitið ofn­inn í 175°.

2. Setjið smjörpapp­ír í botn­inn á hring­laga formi og smyrjið hliðar. At­hugið að nota ekki form með laus­um botni.

3. Bræðið súkkulaði og smjör í potti við væg­an hita.

4. Þeytið egg og syk­ur sam­an.

5. Bætið súkkulaðiblönd­unni var­lega sam­an við eggja­blönd­una og hrærið vel sam­an.

6. Bætið hveit­inu út í og hrærið.

7. Bakið í 25 til 30 mín­út­ur. Kak­an á að vera smá blaut í miðjunni.

8. Meðan kak­an bak­ast gerið þið kremið. Berið fram með rjóma eða ís.

Súkkulaðikrem

150 g dökkt súkkulaði

70 g smjör

2 msk. síróp

Setjið öll hrá­efn­in í pott og bræðið við væg­an hita.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: