Vann sjálfbærniverðlaun fyrir Grænskjái

Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, Andrea Anna Guðjónsdóttir, fræðslustjóri Landverndar, …
Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, Andrea Anna Guðjónsdóttir, fræðslustjóri Landverndar, Þorsteinn Svanur Jónsson framkvæmdastjóri vöruþróunar og Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkur. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Hug­búnaðarfé­lagið Klapp­ir vann á dög­un­um sjálf­bærni­verðlaun fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir verk­efnið Græn­skjá­ir. Þótti það skara fram úr þeim 450 verk­efn­um sem komu frá 28 Evr­ópu­lönd­um er keppt­ust um verðlaun­in.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Græn­skjá­ir fel­ur í sér að efla um­hverf­is­læsi ung­menna og mæla kol­efn­is­fót­spor grunn­skóla Reykja­vík­ur. Verður upp­lýs­inga­skjá­um komið fyr­ir í skól­um þar sem nem­end­ur og starfs­menn geta fengið aðgengi að töl­fræðileg­um upp­lýs­ing­um um kol­efn­is­fót­spor skól­ans.

Verk­efnið bygg­ir á sta­f­rænu vist­kerfi Klappa og er það unnið í sam­starfi við Land­vernd, Reykja­vík­ur­borg, Sorpu, Origo, Faxa­flóa­hafn­ir og slóvenska mæla­fram­leiðand­ann Iskra­emeco.

Auðskilj­an­leg fram­setn­ing

„Græn­skjá­ir verða inn­leidd­ir í grunn­skóla Reykja­vík­ur í gegn­um Græn­fána­verk­efni Land­vernd­ar og verður lögð áhersla á skemmti­lega og auðskilj­an­lega fram­setn­ingu sta­f­ræna vist­kerf­is­ins ásamt fræðslu um um­hverf­is­mál og upp­lýs­ing­um um hvernig sem best­um ár­angri er náð. Græn­fána­skól­ar er helsta inn­leiðing­ar tæki mennt­un­ar til sjálf­bærni í heim­in­um í dag“ er haft eft­ir Andr­eu Önnu Guðjóns­dótt­ur fræðslu­stjóra Land­vernd­ar.

Skúli Helga­son, formaður skóla og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur, seg­ir í til­kynn­ing­unni lofts­lags­mál­in vera efst á blaði í nýrri aðgerðaáætl­un mennta­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar til næsta þriggja ára enda sé það mik­il­væg­asta viðfangs­efni heims­byggðar­inn­ar um þess­ar mund­ir.

„Verk­efnið Græn­skjá­ir verður hryggj­ar­stykkið þegar kem­ur að fræðslu og virkri verk­efna­vinnu nem­enda um lofts­lags­mál í grunn­skól­un­um og því mik­il viður­kenn­ing að fá þessi verðlaun frá Evr­ópu­sam­band­inu,“ er haft eft­ir Helga.

Margþætt­ur ávinn­ing­ur

Þor­steinn Svan­ur Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri vöruþró­un­ar og einn stofn­andi Klappa, seg­ir ávinn­ing verk­efn­is­ins margþætt­an og lít­ur einna helst að styrk­ingu grunn­skóla­nem­enda í gagna­drifnu um­hverf­is­læsi og getu þeirra til að hugsa um lofts­lags- og um­hverf­is­mál á gagn­rýn­inn, upp­lýst­an og skýr­an hátt.

mbl.is