„Ég mun leggja mig allan fram“

Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðisráðherra, mætir til ríkisráðsfundar á Bessastöðum.
Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðisráðherra, mætir til ríkisráðsfundar á Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég finn fyr­ir eft­ir­vænt­ingu, þetta er mikið að meðtaka. Ég er líka með í huga þetta traust sem mér er sýnt og ábyrgð. Ég mun leggja mig all­an fram til að rísa und­ir því trausti,“ seg­ir Will­um Þór Þórs­son, nýr heil­brigðisráðherra, í sam­tali við mbl.is við komu til Bessastaða á rík­is­ráðsfund. 

Will­um Þór seg­ir að hon­um hugn­ist vel að skipuð verði fag­leg stjórn yfir Land­spít­al­an­um. „Það er nor­ræn fyr­ir­mynd. Mik­il­vægt er að leggja áherslu á að það er til stuðnings stjórn­end­um og starfs­fólki og okk­ur öll­um en ekki gegn ein­um né nein­um,“ seg­ir Will­um Þór.

Þú ert með bak­grunn í íþrótta­mál­um, mun­um við sjá áherslu á lýðheilsu­tengd­ar for­varn­ir í þinni ráðherratíð?

„Já, í stjórn­arsátt­mál­an­um er horft á heil­brigðismál í víðara sam­hengi en oft áður. Við horf­um til for­varna og lýðheilsu­mála og geðheil­brigðismála sem er afar mik­il­vægt. Við mun­um vinna að þessu en auðvitað er þunga­miðjan í kerf­inu sú þjón­usta sem veitt er á hverj­um degi. Við þurf­um að efla hana og styðja.“

mbl.is