Orkuskipti og umhverfisvernd óaðskiljanleg málefni

Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- orku-, og loftslagsmála. Árni Sæberg

Margt mæl­ir með því að orku­mál og um­hverf­is­mál heyri und­ir sama ráðherra, að mati Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, nýs um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra.

Tryggvi Fel­ix­son, formaður Land­vernd­ar, vakti at­hygli á því, í sam­tali við mbl.is, að það væri mik­il kúnst að ann­ast upp­bygg­ingu orku ann­ar­s­veg­ar og vernd­un nátt­úru hins­veg­ar.

„Þetta er nú bara verk ís­lenskra stjórn­valda al­mennt,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór og bæt­ir við að það sem ein­kenni Ísland sé að það hafi náð lengra en aðrar þjóðir þegar kem­ur að end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um.

„Þar vilj­um við vera. Við erum með há­leit mark­mið, en á sama tíma erum við nátt­úru­vernd­arsinn­ar og vilj­um halda jafn­vægi í þessu eins og Tryggvi vís­ar til.“

Burt séð frá því hvort þessi mál­efni séu í sitt­hvoru ráðuneyt­inu eða því sama, komi alltaf til þess að ræða þurfi mál­efni um­hverf­is­vernd­ar og orku­skipta í sam­hengi hvort við annað og finna jafn­vægi sem menn geta verið sátt­ir við.

Sér­stakt að flytja inn græna orku

„Ef við ætl­um að fara í þau orku­skipti, sem ég vona að sé góð sátt um, þá annaðhvort verðum við að fram­leiða þá orku sjálf eða flytja hana inn og ég held að fólki myndi finn­ast það svo­lítið sér­stakt að flytja inn græna orku á Íslandi.“

Á sama tíma seg­ir Guðlaug­ur fleiri mark­mið skipta máli en að hafa hér end­ur­nýj­an­lega orku, eitt þeirra sé að halda í víðerni lands­ins og nátt­úruperl­ur.

Marg­ir vilji koma að miðhá­lend­isþjóðgarðinum

Í nýj­um stjórn­arsátt­mála er gert ráð fyr­ir að miðhá­lend­isþjóðgarður­inn verði tek­inn til meðferðar í breyttri mynd. Innt­ur eft­ir nán­ari skýr­ing­um á þessu seg­ir Guðlaug­ur Þór:

„Það var ekki góð sátt um þess­ar fyr­ir­ætlan­ir. Það er eng­in tíma­pressa á einu eða neinu held­ur snýst þetta um að setj­ast yfir málið. Það eru marg­ir sem vilja að því koma, sem er gott. Sem bet­ur fer hef­ur fólk áhuga á há­lend­inu og víðern­um lands­ins. “

Naut sín sem ut­an­rík­is­ráðherra

Um leið og Guðlaug­ur Þór tek­ur við hinu nýja embætti um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, kveður hann ut­an­rík­is­ráðuneytið.

Spurður hvort hann sjái á eft­ir ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ist hann hafa notið þess að starfa sem ut­an­rík­is­ráðherra.

„Ég fer þaðan ánægður með þann ár­ang­ur sem náðist, lítið af von­brigðum og ég kynnt­ist góðu fólki.“

Hann árétt­ar að verk­efni í stjórn­mál­um séu alltaf tíma­bund­in. 

„Þó ég hafi notið mín þar þá hlakka ég engu að síður til kom­andi verk­efna.“ Hann kveðst ánægður með að hafa fengið verk­efni um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra enda sé það bæði vanda­samt og krefj­andi verk.

mbl.is