Hollywoodleikkonan Rebel Wilson nýtur lífsins á Fídjíeyjum um þessar mundir. Þyngdartap leikkonunnar hefur vakið mikla eftirtekt upp á síðkastið og sýndi hún svo sannarlega árangur erfiðisins við strendur eyjunnar.
Wilson er nánast óþekkjanleg í útliti eftir að hún tók lífsstíl sinn í gegn en hún hafði áður talað um að mataræðið hefði verið í miklu ójafnvægi. Sagðist hún hafa átt það til að borða yfir tilfinningar sínar. Tók hún ákvörðun um að breyta mataræðinu og auka hreyfingu jafnt og þétt í framhaldinu. Nú æfir hún sex daga vikunnar með aðstoð einkaþjálfara og hefur lést um 35 kíló það sem af er ári, samkvæmt Daily Mail.
Stórglæsileg sprangar hún um á ströndinni og hefur það gott í sólríku fríinu ef marka má nýjustu instagramfærslur hennar.