Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins samþykkti á fundi sín­um í dag til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra um að Birg­ir Ármanns­son, alþing­ismaður og formaður þing­flokks Sjálf­stæðismanna, verði til­nefnd­ur af þeirra hálfu sem for­seti Alþing­is.

Þetta sagði Bjarni í viðtali á Rúv.is að lokn­um blaðamanna­fundi.

Bjarni sagði það sam­komu­lag milli stjórn­ar­flokk­ana þriggja, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Vinstri grænna, að það væri Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sem til­nefndi for­seta Alþing­is. Síðan sé það Alþingi sem kýs.

Til viðbót­ar við fimm ráðherra­sæti verður for­seti Alþing­is því úr röðum sjálf­stæðismanna.

Aðspurður sagðist Bjarni ekki trúa því að nokkuð kæmi í veg fyr­ir að Birg­ir yrði kos­inn for­seti Alþing­is. Sagði Bjarni hann njóta mik­ils stuðnings í þing­flokki sjálf­stæðismanna og einnig njóta virðing­ar og trausts annarra flokka á Alþingi.

mbl.is