Treystir öllum sínum ráðherrum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Kjarvalsstöðum í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Kjarvalsstöðum í dag. Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ist treysta öll­um ráðherr­um í sinni rík­is­stjórn þó hún neiti því ekki að marg­ir inn­an flokk­anna hefðu viljað færri breyt­ing­ar. Tals­verð upp­stokk­un varð á ráðuneyt­um í rík­is­stjórn­inni en Katrín seg­ist hafa verið helsti talsmaður þess að þeim yrði breytt fyr­ir kom­andi kjör­tíma­bil.

„Ég ætla ekk­ert að leyna því að marg­ir í öll­um þess­um flokk­um hefðu viljað halda óbreyttri skip­an mála. Það fann maður fyr­ir bæði í hinum flokk­un­um og hjá mér að fólk sagði „Bíddu, þetta hef­ur nú bara gengið ágæt­lega og því þá að vera að breyta“,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is í dag.

Ráðherr­ar VG í mat­væli og fé­lags­mál

Helstu breyt­ing­ar fyr­ir ráðherra Vinstri grænna eru þær að Svandís Svavars­dótt­ir fer úr ráðuneyti heil­brigðismála og í ráðuneyti mat­væla-, sjáv­ar­út­vegs-, og land­búnaðar á meðan Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son fer úr um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­inu og í ráðuneyti fé­lags- og vinnu­mála.

Að sögn Katrín­ar er það mik­il­vægt að fólk fái ný verk­efni á nýju kjör­tíma­bili. „Ég er mjög ánægð með þau ráðuneyti sem falla í skaut VG. Þar eru ofboðslega spenn­andi verk­efni hvað varðar mat­væla­fram­leiðslu og einn­mitt samþætt­ingu mat­væla­fram­leiðslu og lofts­lags­mála. Og svo auðvitað fé­lags­mál­in.“

Breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerf­um á dag­skrá

Í sátt­mál­an­um er fjallað um breyt­ing­ar á al­manna­trygg­inga­kerfi eldri borg­ara en Katrín seg­ir VG stór­huga í fé­lags- og vinnu­markaðsmá­l­um: 

„Við erum með metnað til þess að breyta al­manna­trygg­inga­kerf­inu hvað varðar ör­orku­líf­eyr­isþega og gera það gagn­særra og rétt­lát­ara og bæta sér­stak­lega kjör þeirra sem versta standa þar og hvetja þá til at­vinnuþát­töku þeirra sem það geta en þvinga hins veg­ar eng­an í það. Þannig að það eru tölu­vert metnaðarfull mark­mið sem við vilj­um sjá hrint í fram­kvæmd.“

Um­hverf­is­mál og orku­mál í eina sæng

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son verður ráðherra um­hverf­is-, lofts­lags- og orku­mála og tek­ur því við um­hverf­is­mál­un­um af Guðmundi Inga úr röðum VG. Ráðuneytið virðist, að nafn­inu til, því vera ein­hvers­kon­ar áherslu­breyt­ing frá síðasta kjör­tíma­bili en Katrín seg­ir þetta bara spenn­andi að leiða þessa tvo mála­flokka sam­an:

Við erum að reyna að ná fram þeirri hugs­un að þetta geti farið sam­an en að sjálf­sögðu með virðingu fyr­ir nátt­úr­unni og með því að reyna að skapa sátt á mili upp­bygg­ing­ar ann­ars veg­ar og um­hverf­is og nátt­úru­vernd­ar hins veg­ar.“

mbl.is