Áslaug veitti Jóni lyklana

Jón Gunnarsson tekur við lyklum að dómsmálaráðuneytinu frá Áslaugu Örnu …
Jón Gunnarsson tekur við lyklum að dómsmálaráðuneytinu frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, frá­far­andi dóms­málaráðherra, af­henti í dag Jóni Gunn­ars­syni, nýj­um inn­an­rík­is­ráðherra, lykl­ana að ráðuneyti sínu en Áslaug Arna hef­ur tek­ur við nýju ráðuneyti ný­sköp­un­ar, iðnaðar og há­skóla.

Seg­ir á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands að verk­efni inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins verði í aðal­atriðum þau sömu og dóms­málaráðuneytið hef­ur. Það ráðuneyti heyr­ir nú sög­unni til. 

Áslaug Arna og Jón eftir lyklaskiptin.
Áslaug Arna og Jón eft­ir lykla­skipt­in. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Var skipt upp árið 2017

Á ár­un­um 2011 til 2017 var inn­an­rík­is­ráðuneytið eitt af ráðuneyt­um Stjórn­ar­ráðs Íslands. Árið 2017 var tek­in ákvörðun um að skipta því í ann­ars veg­ar dóms­málaráðuneytið og hins veg­ar í sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðuneytið en nú hafa hins veg­ar aft­ur verið gerðar breyt­ing­ar. 

Jón kem­ur til með að vera sá fjórði til að gegna embætti inn­an­rík­is­ráðherra en þrjú höfðu gegnt því áður: Ögmund­ur Jón­as­son, þáver­andi þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir og Ólöf Nor­dal en þær sátu þá báðar á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

mbl.is