Biden skreytti með Trump

Mynd af Donald Trump skreytir jólatré í kvöldverðarsal Hvíta hússins.
Mynd af Donald Trump skreytir jólatré í kvöldverðarsal Hvíta hússins. AFP

Dr. Jill Biden for­setafrú Banda­ríkj­anna er búin að skreyta Hvíta húsið. Jóla­skreyt­ing­arn­ar þetta fyrsta ár Biden hjón­anna í hús­inu vekja at­hygli en skreyttu þau jóla­tréð með mynd af fyrri íbúa húss­ins, Don­ald Trump og eig­in­konu hans Mel­aniu. 

Jóla­skreyt­ing­ar frú Biden eru klass­ísk­ar en þema þeirra í ár er Gjaf­ir frá hjart­anu. Valdi hún skreyt­ing­ar sem sama­eina Banda­ríkja­menn í trú, fjöl­skyldu og vináttu.

Alls eru 41 jóla­tré í hús­inu. For­setafrú­in, sem venju sam­kvæmt hann­ar og skipu­legg­ur jóla­skreyt­ing­ar í hús­inu, byrjaði að funda með teymi sínu í sum­ar. Í hverju rými húss­ins er und­irþema.

Bóka­safnið er til dæm­is til­eiknað lær­dómi og þar má finna fiðrilda­skreyt­ing­ar sem fljúga upp af blaðsíðum. 

Kvöld­verðarsal­ur­inn er til­einkaður fjöl­skyldu­gild­um. Á jóla­trénu eru fjöldi mynda af Biden og öðrum fyrr­um for­set­um Banda­ríkj­anna, sem út­skýr­ir mynd­ina af Trump hjón­un­um.

Á trénu má einnig finna hátíðlega mynd af Biden hjónunum.
Á trénu má einnig finna hátíðlega mynd af Biden hjón­un­um. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is