Magnús ætlar með kosningamálið fyrir MDE

Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.
Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Ljósmynd/Aðsend

Magnús D. Norðdahl, lögmaður og fram­bjóðandi Pírata i í alþing­is­kosn­ing­un­um, ætl­ar að fara með kosn­inga­málið fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Magnúsi sem hann sendi á fjöl­miðla.

Seg­ist hann þar hafa falið Sig­urði Erni Hilm­ars­syni, for­manni Lög­manna­fé­lags Íslands og eig­anda á lög­manns­stof­unni Rétti, að gæta rétt­inda sinna.

Rifjar Magnús upp hann hafi lagt fram kæru til Alþing­is í kjöl­far kosn­ing­anna þar sem hann krafðist ógild­ing­ar kosn­ing­anna í Norðvest­ur­kjör­dæmi með vís­an í fram­kvæmd taln­ing­ar. Taldi hann ann­mark­ana til þess fallna að draga úr trú­verðug­leika taln­ing­ar­inn­ar, hvort sem litið sé til þeirr­ar fyrri eða síðari.

„Kjarni máls­ins er sá að fyr­ir lágu tvær taln­ing­ar í mein­gölluðu ferli þar sem hver ágall­inn á fæt­ur öðrum hef­ur komið í ljós. Vilji kjós­enda lá eng­an veg­inn fyr­ir enda breytt­ust niður­stöður á milli taln­inga sem leiddu til breyttr­ar sam­setn­ing­ar þings­ins.  Hefðu vörsl­ur kjör­gagna verið með full­nægj­andi mætti sann­reyna hvor taln­ing­in hafi verið rétt en sá ómögu­leiki er bein af­leiðing af broti kjör­stjórn­ar að hafa ekki farið að lög­um varðandi varðveislu kjör­gagna,“ seg­ir í til­kynn­ingu hans.

mbl.is