Sjóvá veitir 142 milljónir til björgunarskipa

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, á blaðamannafundinum í morgun.
Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, á blaðamannafundinum í morgun. mbl.is/Unnur Karen

Sjóvá styrkir smíði þriggja nýrra björgunarskipa fyrir Landsbjörgu um 142,5 milljónir króna. Tilkynnt var um gjöf tryggingafélagsins á blaðamannafundi sem haldin var í Hörpu hálftvö síðdegis í dag.

Hvert skipanna kostar um 285 milljónir króna og hefur ríkissjóður gengist við því að fjármagna helming kostnaðarins og mun því gjöf Sjóvá greiða um þriðjungs þess kostnaðar sem eftir stendur. „Fáheyrt er að svo rausnarlegar gjafir berist til sjálfboðaliðasamtaka og eru þetta sérstaklega ánægjulegar fréttir fyrir endurnýjun allra þrettán björgunarskipa félagsins, en Landsbjörg og Sjóvá hafa um áratugaskeið átt í farsælu samstarfi,“ segir í fréttatilkynningu Landsbjargar.

Smíði á fyrsta nýja björgunarskipinu er hafið. Alls eru þrjú …
Smíði á fyrsta nýja björgunarskipinu er hafið. Alls eru þrjú ný björgunarskip væntanleg. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Þar kemur fram að hafin eru smíði fyrsta nýja björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar hjá KewaTec í Finnlandi, en hún hófst formlega með kjöllagningu sem fram fór í skipasmíðastöðinni fyrir helgi.

mbl.is