Baldvin brátt til veiða

Tóku ánægð á móti Baldvini Njálssyni á bryggjunni í Keflavík …
Tóku ánægð á móti Baldvini Njálssyni á bryggjunni í Keflavík í gær. Frá vinstri talið; tveir af eigendunum, þeir Bergur Þór Eggertsson og Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri Nesfisks, Hörður Sveinsson sölustjóri sem tengdasonur Bergþórs. Þá sonurinn, Baldvin Þór, framkvæmdasjóri dótturfyrirtækisins Nýfisks í Sandgerði, og kona hans Brynja Lind Vilhjálmsdóttir. Loks koma þau Bergþóra Hrund Bergþórsdóttir og Sigmar Pálsson, unnusti hennar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eft­ir­vænt­ing var við höfn­ina í Kefla­vík í gær þegar nýr tog­ari Nes­fisks hf. í Garði, Bald­vin Njáls­son GK 400 kom í fyrsta sinn til hafn­ar. Skipið er smíðað í Vigo á Spáni og var af­hent kaup­end­um fyr­ir nokkr­um dög­um. Lagt var í haf heim til Íslands síðastliðinn fimmtu­dag og gekk sigl­ing­in að ósk­um. „Ný skip, smíði þeirra og hönn­un, eru alltaf hug­mynd og verk fjölda fólks. Hér er kom­inn til hafn­ar nýr og glæsi­leg­ur tog­ari og von­andi get­um við haldið til veiða strax um helg­ina,“ seg­ir Bergþór Bald­vins­son fram­kvæmda­stjóri Nes­fisks í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Skipið nýja er, eins og sagði frá í Morg­un­blaðinu í gær, vel búið að öllu leyti. Er 65,6 metr­ar langt og 16 metr­ar að breitt, geng­ur 15 hnúta og lest­in er 1.720 rúm­metr­ar. Aðal­vél­in 2.990 kW og all­ur búnaður af bestu gerð. Í skip­inu er rými fyr­ir 28 manns. Skip­stjór­ar verða Arn­ar Óskars­son og Þor­steinn Eyj­ólfs­son.

Nýr Baldvin Njálsson GK.
Nýr Bald­vin Njáls­son GK. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Nes­fisk­ur ger­ir út fjög­ur tog­skip, þrjá snur­voðarbáta og svo tvo litla línu­báta. Fram­leiðslan fyr­ir­tæk­is­ins er mest fersk­ur fisk­ur og létt­saltaður. „Að fá nýtt skip er alltaf stór áfangi, en ann­ars er út­gerðarmynstrið alltaf í end­ur­skoðun,“ seg­ir Bergþór. Hann vís­ar þar til þess að sam­drátt­ur í veiðiheim­ild­um hafi leitt til þess að Nes­fisk­ur hafi úr að spila 1.000 tonna minni veiðiheim­ild­um í þorski að á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári en hinu fyrra. Hugs­an­lega geti slíkt í fyll­ingu tím­ans leitt af sér upp­stokk­un á skipa­stól.

Von­andi fisk­ast vel

Nes­fisk­ur hf. er stórt fyr­ir­tæki á Suður­nesj­um, gert út af sam­held­inni fjöl­skyldu og marg­ir úr henni voru á bryggj­unni í Kefla­vík í gær, þegar nýi tog­ar­inn kom þar inn. Um borð, farþegi frá Spáni, var Þor­björg Bergs­dótt­ir stjórn­ar­formaður Nes­fisks. Sam­an stofnuðu fyr­ir 48 árum fyr­ir­tækið þau Þor­björg og Bald­vin Njáls­son eig­inmaður henn­ar, sem lést árið 2000.

„Heim­sigl­ing­in var eitt stórt æv­in­týri. Við vor­um í brælu all­an tím­ann en skipið haggaðist ekki,“ sagði Þor­björg í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Tog­ar­inn er vel bú­inn að öllu leyti og lof­ar góðu. Ég vona líka að á þetta skip eigi eft­ir að fisk­ast vel.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: