Svandís stækkar trollhólf vegna loðnuvertíðar

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um …
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um framkvæmd loðnuveiða. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra und­ir­ritaði síðdeg­is í gær breyt­ingu á reglu­gerð um loðnu­veiðar ís­lenskra skipa á vetr­ar­vertíðinni. Við hana bæt­ist bráðabirgðaákvæði og verður heim­ilt til ára­móta að stunda veiðar á loðnu með flot­vörpu á stærra svæði fyr­ir Norður­landi en áður var heim­ilt.

Reglu­gerðin tek­ur gildi eft­ir birt­ingu, lík­lega seinnipart­inn í dag.

Í gær voru sex skip á loðnu­slóð aust­ur og norðaust­ur af Kol­beins­ey; Heima­ey, Börk­ur, Bjarni Ólafs­son, Ven­us, Vík­ing­ur og Svan­ur og Aðal­steinn Jóns­son var á leið á miðin. Á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar er haft eft­ir Hálf­dan Hálf­dan­ar­syni, skip­stjóra á Berki, að tölu­vert sjá­ist þar af loðnu, en hún standi djúpt og ekki sé hægt að veiða hana í nót.

„Hér væri ör­ugg­lega hægt að ná góðum ár­angri í troll en það hef­ur ekki enn feng­ist heim­ild til slíkra veiða,“ sagði Hálf­dan .

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: