Geggjuð augnhár setja punktinn yfir i-ið

Þóra Siguróladóttir segir flott augnhár setja punktinn yfir i-ið á …
Þóra Siguróladóttir segir flott augnhár setja punktinn yfir i-ið á hátíðarförðuninni.

Þóra Siguróla­dótt­ir seg­ir að þegar kem­ur að hátíðarförðun á aðvent­unni setji geggjuð augn­hár punkt­inn yfir i-ið. Sjálf er hún hrifn­ust af lát­laus­um augn­hár­um sem ýkja þó hin nátt­úru­legu augn­hár og mæl­ir með augn­hár­un­um frá Eyelure, en henn­ar upp­á­halds eru natural í bleiku pakkn­ing­un­um.

Þóra vinn­ur í snyrti­vöru­deild Hag­kaup á Ak­ur­eyri og er dug­leg að prófa nýja farða. Henn­ar upp­á­halds er Teint Touche Éclait frá Yves Saint Laurant. Í dag fylgdi glæsi­legt snyrti­vöru­blað Hag­kaups með Morg­un­blaðinu. 

„Ég hef alltaf notað hann þangað til CC kremið frá It Cos­metics kom fyrr á þessu ári, þá bara ein­hvern­veg­in skipt yfir,“ seg­ir Þóra en farðinn frá YSL á þó alltaf stað í hjarta henn­ar. 

Augnhár frá Eyelure.
Augn­hár frá Eyelure.
Þessir farðar hafa verið í uppáhaldi hjá Þóru í ár.
Þess­ir farðar hafa verið í upp­á­haldi hjá Þóru í ár. Sam­sett mynd

Hvaða maskar­ar eru í mestu upp­á­haldi?

„Lash Freak Ur­ban Decay er geggjaður ef þú vilt drama­tískt lúkk en ann­ars er ég alltaf með Hypnose frá Lancome.“

Lash Freak maskarinn frá Urban Decay.
Lash Freak maskar­inn frá Ur­ban Decay.

Dior 999 alltaf full­kom­inn

Um jól­in stefn­ir Þóra á að nota Wild West augnskugga pall­ett­una frá Ur­ban Decay. „Ég get alltaf fundið eitt­hvað gott lúkk með henni. Ég geri yf­ir­leitt lát­lausa förðun um aug­un en legg meiri áherslu á að vera með flott­an kinna­lit og varalit,“ seg­ir Þóra og bæt­ir við að 999 frá Dior sé hinn full­komni rauði jóla­varalit­ur. 

Wild West pallettan frá Urban Decay.
Wild West pall­ett­an frá Ur­ban Decay.

Á ára­mót­un­um stefn­ir hún á aðeins meira par­tílúkk og sér fyr­ir sér að nota Cy­ber pall­ett­una frá Ur­ban Decay en þar er að finna skemmti­lega liti sem lífga upp á hvaða förðun sem er. Þá ætl­ar hún einnig að nota Hea­vy Metal Glitter augn­blý­ant frá sama merki með. 

Þóra mælir með næringarvatni frá Biotherm undir gott rakakrem.
Þóra mæl­ir með nær­ing­ar­vatni frá Biot­herm und­ir gott rakakrem.

Und­ir­staðan að fal­legri förðun er fal­leg húð. Á vetr­in er nauðsyn­legt að gefa húðinni næg­an raka og því mæl­ir Þóra með að velja rakakrem og nota nær­ing­ar­vatn und­ir. Hún mæl­ir með Pure Shots rakakrem­un­um frá YSL og til að gull­tryggja að húðin fái næg­an raka mæl­ir hún með essence nær­ing­ar­vatn­inu frá Biot­herm.

Cyber pallettan frá Urban Decay er hin fullkomna augnskuggapalletta fyrir …
Cy­ber pall­ett­an frá Ur­ban Decay er hin full­komna augnskuggapall­etta fyr­ir ára­mót­in.
mbl.is