Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra flutti stefnuræðu sína og nýrr­ar rík­is­stjórn­ar á Alþingi í gær­kvöldi og reifaði þar helstu stefnu­mál henn­ar. Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Að því leyti var ræðan enduróm­ur hins ýt­ar­lega stjórn­arsátt­mála, sem kynnt­ur var liðinn sunnu­dag, en af henni mátti vel ráða hvað for­sæt­is­ráðherra þykir mik­il­væg­ast. „Verk­efnið nú er að byggja upp hag­kerfið og styrk rík­is­fjár­mál­anna að nýju með stuðningi við fjöl­breytt­ara og sterk­ara at­vinnu­líf, auk­inni op­in­berri fjár­fest­ingu í græn­um verk­efn­um, rann­sókn­um, ný­sköp­un og skap­andi grein­um.“

Meðal helstu breyt­inga sagði for­sæt­is­ráðherra að hús­næðismál yrðu samþætt við skipu­lags- og sam­göngu­mál og nefndi að áfram yrði unnið sam­kvæmt höfuðborg­arsátt­mál­an­um. Frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna eldri borg­ara yrði tvö­faldað um næstu ára­mót og mál­efni ör­orku­líf­eyr­isþega tek­in til end­ur­skoðunar. Þá varði hún nokkr­um tíma til þess að fjalla um lofts­lags­mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem snertu ótal svið. Katrín sagði að áfram yrði haldið end­ur­skoðun laga um eign­ar­hald á landi og fast­eign­um; mik­il­væg­ir grund­vall­ar­innviðir væru best geymd­ir í al­manna­eigu og boðaði frum­varp um rýni á fjár­fest­ing­um út­lend­inga á þeim.

Breyt­ing­ar á stjórn rík­is­ins

Ráðherr­ann sagði að haldið yrði áfram vinnu við breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá, sem hún kvað mik­il­vægt að Alþingi gerði, ekki síst um auðlind­ir í þjóðar­eign og nátt­úru­vernd. Hún sagði eðli­legt að það tæki tíma að breyta stjórn­ar­skránni; mestu skipti „að við vönd­um okk­ur og náum niður­stöðu sem sátt rík­ir um“.

Hún vék að breyt­ing­um á Stjórn­ar­ráðinu og sagði æski­legt að það væri sveigj­an­legt til þess að stefna rík­is­stjórn­ar og vilji þings gengi vel fram. Kvaðst Katrín vilja end­ur­skoða lög um Stjórn­ar­ráðið og sagðist leita eft­ir góðu sam­ráði við alla flokka á Alþingi þar um.

Loks vék for­sæt­is­ráðherra að ís­lensk­um stjórn­mál­um og hvatti til auk­ins umb­urðarlynd­is í op­in­berri umræðu. „Rök­ræða og jafn­vel stöku rifr­ildi eru mik­il­væg for­senda þess að við leiðum fram kosti og galla hvers máls. Við þurf­um því að sýna skoðunum annarra meiri virðingu en stund­um er gert í hana­slag nets­ins og hollt að muna að það er eng­inn sem er hand­hafi alls hins rétta og góða í sam­fé­lag­inu.“

Lengri um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina