Synda gegn straumnum og veðja á handflökun

Marcin Sokolwski, verkstjóri í Hólmaskeri, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, …
Marcin Sokolwski, verkstjóri í Hólmaskeri, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og Albert Erluson framkvæmdastjóri Hólmaskers. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur samþykkt kaup Vinnslu­stöðvar­inn­ar hf. á 75% hluta­fjár í fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu Hólma­skeri ehf. í Hafnar­f­irði, að því er fram kem­ur í færslu á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um.

Eins og fram kom í um­fjöll­un 200 mílna í síðasta mánuði hafði Hólma­sker áður keypt rekst­ur fisk­vinnsl­unn­ar Stakk­holts ehf. en við það var allt starfs­fólk ráðið til starfa hjá Hólma­skeri. Helsta áhersla fyr­ir­tæk­is­ins er að hand­flaka ýsu, frysta og selja til aust­ur­strand­ar Banda­ríkj­anna.

Með kaup­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar á Hólma­skeri mun hafn­firska fisk­vinnsl­an í aukn­um mæli kaupa hrá­efni af skip­um nýja móður­fé­lags­ins á markaðsverði.

„Í byrj­un þess­ar­ar viku var til að mynda unn­inn ýsa úr Dranga­vík VE og síðan úr Breka VE. Hand­flak­ar­ar af báðum kynj­um skáru eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn. […] Þraut­vant fólk sem unun var að horfa á flaka. Þau hafa verið í þessu árum og ára­tug­um sam­an og kunna sitt fag,“ seg­ir í færslu Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Fiskiflökin eru handflökuð.
Fiski­flök­in eru hand­flökuð. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

Önnur vara en vélflakaður fisk­ur

„Við fet­um hér inn á nýj­ar og spenn­andi braut­ir en um leið för­um við gegn straumn­um í sjáv­ar­út­vegi með því að veðja á hand­flök­un. Það er þá hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem við ger­um það og má minna á að við fór­um líka gegn straumn­um með því að velja blást­urs­fryst­ingu fyr­ir nýja upp­sjáv­ar­frysti­húsið okk­ar og með því að láta smíða tog­ara í Kína. Hvoru tveggja reynd­ust far­sæl­ar ákv­arðanir,“ seg­ir Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son (Binni), fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í færsl­unni.

„Hand­flakaður fisk­ur er önn­ur vara en vélflakaður og þar liggja tæki­færi sem við mun­um spreyta okk­ur á að nýta í öðrum fisk­teg­und­um en ýsu í Frakklandi, Þýskalandi og víðar.“

Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin
mbl.is