„Þetta er mikil uppskeruhátíð fyrir okkur“

Arnar Óskarsson, skipstjóri á nýjum Baldvini Njálssyni, kveðst ánægður með …
Arnar Óskarsson, skipstjóri á nýjum Baldvini Njálssyni, kveðst ánægður með skipið. Ljósmynd/Samsett

Nýr Bald­vin Njáls­son kom til hafn­ar í Kefla­vík á þriðju­dag eft­ir sigl­ingu frá skipa­smíðastöðinni á Vigo á Spáni. Þann dag kom einnig út sér­blað í til­efni af komu skips­ins og hafði blaðamaður skellt á þráðinn og náð tali af skip­stjór­an­um Arn­ari Óskars­syni á miðri heim­sigl­ingu.

„Þetta geng­ur bara vel. Erum á stöðugum hraða og fer ágæt­lega með okk­ur,“ svaraði hann er spurt var um hvernig heim­ferðin gangi. Hann seg­ir veðrið hafa ekki verið neitt sér­stakt en norðvestanátt hef­ur verið ríkj­andi á hafsvæðinu vest­ur af Evr­ópu.

Brúin er fallega innréttuð og er hlaðin öllum helstu nýjungum.
Brú­in er fal­lega inn­réttuð og er hlaðin öll­um helstu nýj­ung­um. Ljós­mynd/​Magnús Þór Bjarna­son

Spurður hvernig skipið reyn­ist áhöfn­inni svar­ar hann: „Það er nú ekki kom­in mik­il reynsla á það enn þá en okk­ur finnst það vera frá­bært. Fer vel með okk­ur, er öfl­ugt og hreyf­ir sig lítið.“

Þegar blaðamaður ræddi við Arn­ar voru um 1.300 sjó­míl­ur eft­ir af heim­sigl­ing­unni og var stefnt að því að koma til hafn­ar síðastliðna nótt. Sigl­ing­in gekk aðeins hæg­ar en var að vænta vegna veðurs. „Við erum á 11 míl­um núna en get­um al­veg keyrt þetta skip á 15 míl­um við rétt­ar aðstæður. Við von­um að við kom­umst hraðar á morg­un. En við erum alla vega bún­ir að fá að prófa skipið við þess­ar aðstæður og það stend­ur sig vel.“

Mik­il eft­ir­vænt­ing

Hann seg­ir það ein­staka til­finn­ingu að taka við nýju skipi eins og nýj­um Bald­vini Njáls­syni enda búið að vinna að verk­efn­inu í nokk­ur ár. „Þetta er mik­il upp­skeru­hátíð fyr­ir okk­ur.“

Arn­ar var um ára­bil skip­stjóri á Bald­vini Njáls­syni eldri. „Það er mik­il breyt­ing að fara af 30 ára gömlu skipi á splunku­nýtt skip sem er miklu stærra,“ seg­ir hann og bæt­ir við að all­ur aðbúnaður sé með besta móti. „Við erum marg­ir bún­ir að vera sam­an á sjó í mörg ár og mik­il eft­ir­vænt­ing hjá mann­skapn­um.“

„Nú er bara að fara að búa til pen­ing á þessu, koma öllu í virkni og ná þeim ár­angri sem til var ætl­ast. Nú fer al­var­an að taka við og við ætl­um að ná því mark­miði sem sett var þegar lagt var af stað. Það verður krefj­andi.“

Skipið í reynslusiglingu fyrir utan Vigo á Spáni.
Skipið í reynslu­sigl­ingu fyr­ir utan Vigo á Spáni. Ljós­mynd/​Magnús Þór Bjarna­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: