Verkfallsaðgerðir ekki í sjónmáli

Talsmenn sjómanna hafa gefið í skyn að hugsanlegum verkfallsaðgerðum geti …
Talsmenn sjómanna hafa gefið í skyn að hugsanlegum verkfallsaðgerðum geti verið beint að loðnuvertíð. Hins vegar virðist lítill áhugi á verkfalli meðal sjómanna þar sem þeir eru að þéna vel um þessar mundir. mbl.is/Eggert

Krefj­andi tím­ar eru í vænd­um fyr­ir rík­is­stjórn­ina ef hiti fær­ist í kjara­deilu sjó­manna á ný, en það er háð því hvernig nýj­um ráðherr­um sjáv­ar­út­vegs- og verka­lýðsmá­la tak­ist að koma til móts við ósk­ir stétta sjó­manna. Hins veg­ar er fátt sem bend­ir til þess að sjó­menn hafi raun­veru­leg­an áhuga á átök­um um þess­ar mund­ir þrátt fyr­ir hót­an­ir þess efn­is.

Í nýju fjár­laga­frum­varpi fyr­ir næsta ár er gert ráð fyr­ir já­kvæðum efna­hags­horf­um og munu þær meðal ann­ars leiða til betri af­komu rík­is­sjóðs en á yf­ir­stand­andi ári.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er spáð að vöru­út­flutn­ing­ur vaxi lít­il­lega á næsta ári og megi meðal ann­ars rekja það til auk­ins út­flutn­ings sjáv­ar­af­urða. „Stór loðnu­vertíð spil­ar þar lyk­il­hlut­verk og veg­ur á móti minnk­andi þorskút­flutn­ingi,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni. Um­fang loðnu­vertíðar­inn­ar er sú stærsta í nærri tvo ára­tugi og er afla­verðmæti vertíðar­inn­ar talið nema um 50 millj­örðum króna.

Það er því mikið und­ir og hafa verka­lýðsfé­lög sjó­manna í lengri tíma ýjað að því að það kunni að koma til af­markaðra verk­fallsaðgerða beint að loðnu­vertíðinni til að koma á samn­ing­um, en sjó­menn hafa verið samn­ings­laus­ir um nokk­urt skeið.

Ekki án átaka?

Í byrj­un sept­em­ber svaraði Árni Bjarna­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, spurn­ingu blaðamanns um hvort stefndi í verk­fall þar sem sjó­menn hefðu verið samn­ings­laus­ir í tvö ár: „Það er ekk­ert sem menn vilja gera, en ef allt þrýt­ur þá verður það end­ir­inn. Ég væri ekki hissa – ef þeir eru á svona stíf­um gorm­um eins og þeir virðast vera – að það verður gerð til­raun til þess að fá all­ar stétt­ir í verk­fall. Vænt­an­lega á ein­hverj­um krí­tísk­um tíma eins og loðnu­vertíð.“

Um tveim­ur mánuðum seinna, í byrj­un nóv­em­ber, sagði Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, í sam­tali við Morg­un­blaðið að tíma­setn­ing verk­fallsaðgerða sem yrðu til umræðu á þingi sam­bands­ins gæti tengst loðnu­vertíð.

Á þingi Sjó­manna­sam­bands Íslands var síðan samþykkt álykt­un þar sem skorað var á aðild­ar­fé­lög sam­bands­ins að hefja und­ir­bún­ing aðgerða til að „knýja á um al­vöru­samn­ingaviðræður við út­vegs­menn. [...] Vegna þverg­irðings­hátt­ar út­gerðar­inn­ar er ekki út­lit fyr­ir að samn­ing­ar ná­ist án átaka.“

Binda von­ir við ráðherra

Spurður hverj­ar horf­un­ar séu nú þegar mánuður er að verða síðan þing sam­bands­ins ályktaði að und­ir­búa þyrfti aðgerðir, svar­ar Val­mund­ur: „Þetta er allt í far­vegi. Menn eru að skoða mál­in og velta fyr­ir sér ýms­um hlut­um. Manni heyr­ist á mönn­um að þeir séu ekki til­bún­ir í að fara í bein­ar aðgerðir. Alls­herj­ar­verk­fall held ég komi ekki til greina.“

Þá seg­ir hann fé­lags­menn al­mennt hafa það gott á sjón­um í dag og að við þær aðstæður sé ekki mik­ill hvati til að grípa til aðgerða. „Við eig­um von á því að fá fund­ar­boð frá sátta­semj­ara á næstu dög­um og þá mun koma í ljós hvort eitt­hvað sé hægt að hreyfa mál­um,“ bæt­ir hann við.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Val­mund­ur seg­ir einnig að kyrrstaða hafi mynd­ast á meðan var beðið eft­ir niður­stöðum stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. „Við höf­um talað um að fara með beiðni til rík­is­valds­ins um ákveðnar leiðrétt­ing­ar á okk­ar mál­um. Meðal ann­ars um Verðlags­stofu skipta­verðs, að hún verði styrkt.“ Bind­ur sam­bandið von­ir við að nýir ráðherr­ar geti liðkað fyr­ir gerð nýrra samn­inga.

Eng­ar ákv­arðanir tekn­ar

„Það hafa ekki verið tekn­ar ákv­arðanir um að fara í verk­fallsaðgerðir, en menn eru ósátt­ir við að vera samn­ings­laus­ir árum sam­an. Þó svo að menn hafi góð laun og allt það þá er bara óþolandi að menn geta ekki samið við okk­ur um nokkr­ar krón­ur af gróðanum sem kem­ur af sjáv­ar­út­vegi í stað þess að krefja okk­ur um að borga með þeim gjöld­in sem lögð eru á fyr­ir­tæk­in – sem kem­ur ekki til greina. Við erum bara launþegar hjá þeim,“ seg­ir Val­mund­ur, en meðal helstu krafna sjó­manna hef­ur verið að út­gerðir greiði sama mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð og ann­ar at­vinnu­rekst­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: