Sjónarmið áhafnarinnar ómissandi

Páll S. Helgason og Óskar Pétursson hjá stálsmiðjunni Klaka hf. …
Páll S. Helgason og Óskar Pétursson hjá stálsmiðjunni Klaka hf. í Kópavogi. Ljósmynd/Klaki

Tölu­verð áskor­un felst í því að hanna og koma upp öfl­ugri vinnslu á milli­dekki á tog­ur­um, enda eru gerðar mikl­ar kröf­ur til vinnslu­getu og sveigj­an­leika og er það ekki und­an­tekn­ing á nýj­um Bald­vini Njáls­syni.

„Það var mikið lagt upp úr hönn­un­inni á þessu milli­dekki og lögð áhersla á að ein­falda allt eins og hægt er og bjóða upp á mik­inn sveigj­an­leika svo hægt sé að vinna ólík­ar fisk­teg­und­ir,“ seg­ir Páll S. Helga­son, ró­bóta­verk­fræðing­ur og vél­fræðing­ur hjá Klaka hf.

„Vinnsla um borð í frysti­tog­ara er frá­brugðin vinnslu í frysti­húsi að því leyti að vinnsl­an í frysti­tog­ara þarf að geta unnið all­ar teg­und­ir, stærðir og gerðir á sama tíma, en frysti­hús get­ur ákveðið að vinna til dæm­is þorsk fyr­ir há­degi og ýsu eft­ir há­degi. Sem sagt ein­beitt sér að einni teg­und í einu og gert það rosa­lega vel,“ út­skýr­ir hann.

Er ekki tölu­vert fönd­ur að koma þessu fyr­ir?

„Það er eig­in­lega magnað hverju er hægt að troða í svona skip og hverju er hægt að af­kasta. Þetta er mik­il vinna og það verður að vinna í mjög nánu sam­starfi við áhöfn­ina. Það er lyk­il­atriði í að ná að standa vel að því að setja upp svona vinnslu að áhöfn­in komi að hönn­un­inni og komi með sína sýn, því það eru þeir sem standa við þessi tæki og vita hvar flösku­háls­arn­ir geta verið.“

Þrívíddarmyndir eru mikilvægur hlekkur í hönnun millidekksins en sjónarmið áhafnar …
Þrívídd­ar­mynd­ir eru mik­il­væg­ur hlekk­ur í hönn­un milli­dekks­ins en sjón­ar­mið áhafn­ar hef­ur skipt miklu máli í ferl­inu. Mynd/​Klaki

Sér­stak­ir sjó­haus­ar­ar

Milli­dekkið á Bald­vini Njáls­syni er full­hlaðið nýj­ung­um og eru þar tveir haus­ar­ar og flök­un­ar­vél frá Curio. Haus­ar­arn­ir eru ný teg­und af sjó­haus­ur­um sem eiga að geta hentað vel fyr­ir mik­inn fjöl­breyti­leika teg­unda að sögn Páls.

„Þá var mikið gert til að tryggja að göngu­rými og vinnuaðstaða væri eins góð og kost­ur er á. Þetta á eft­ir að af­kasta rosa­lega miklu. Það er hugsað út í að fækka hand­tök­um eins og mögu­legt er þannig að menn geti beitt kröft­um sín­um mest þar sem þeirra er þörf á hverj­um tíma. Það er snyrtiaðstaða fyr­ir átta í áhöfn til að snyrta flök. Það er lóðrétt frysti­tæki. Gólfið er úr ryðfríu stáli. Allt raf­magn er sett á bak við lofta­klæðningu. All­ur frá­gang­ur er rosa­lega flott­ur.“

Baldvin Njálsson kom til Keflavíkur á þriðjudag.
Bald­vin Njáls­son kom til Kefla­vík­ur á þriðju­dag. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Dæl­ur í flutn­ing og þvott

Um borð eru fiski­dæl­ur frá Klaka og færa þær fisk­inn á þann stað sem hann á að fara en á meðan er hann um­lukinn sjó. Með þessu þvæst hann vel á leiðinni og má segja að tvær flug­ur ná­ist í einu höggi. Síðan eru sjö flokk­un­ar­kör með sjó eða krapa, sem geta tekið við fiski áður en hann er flakaður.

Á meðan Klaki hf. annaðist vinnsl­una kom Optim­ar að fryst­ingu, pakkn­ingu og hleðslu­kerf­inu á milli­dekk­inu en þar er meðal ann­ars bita­flokk­ari frá Mar­el. „Það er búið að reyna að ná í það besta af öllu,“ seg­ir Páll.

„Það eru tveir sjálf­virk­ir fryst­ar og eru pakk­ar flutt­ir sjálf­virkt inn á vöru­hót­el. Þar er þetta flokkað og staflað í hill­ur. Þegar safnað hef­ur verið af val­inni teg­und sem fyll­ir bretti er það keyrt sjálf­virkt inn í pökk­un þar sem það er pakkað og sent niður í lest. Þetta er allt sjálf­virkt,“ bæt­ir hann við.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: