Býst við að starfsmönnum Stjórnarráðsins fjölgi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinna stend­ur nú yfir við að meta hversu mörg stöðugildi fær­ast á milli ráðuneyta vegna upp­stokk­un­ar á ráðuneyt­um sem kynnt var með nýrri rík­is­stjórn. Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, ráðuneyt­is­stjóri í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, seg­ir að þó að fjöldi starfs­manna sem flytj­ist á milli ráðuneyta liggi ekki fyr­ir séu all­ar lík­ur að ein­hver fjölg­un stöðugilda verði í Stjórn­ar­ráðinu frá því sem nú er.

Bryn­dís seg­ir að ráðuneyt­is­stjór­ar hafi fundað á fimmtu­dag og þar hafi komið fram að þessi vinna gangi vel. „Í fram­haldi af henni verður rætt við hlutaðeig­andi starfs­fólk um það hverj­ir flytj­ast milli ráðuneyta með verk­efn­un­um. Í sum­um til­vik­um er það skýrt hverj­ir ættu að flytj­ast með, í öðrum ekki og þarf að skoðast í hverju og einu til­viki,“ seg­ir Bryn­dís í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu í vik­unni rík­ir óvissa meðal starfs­manna Stjórn­ar­ráðsins vegna upp­stokk­un­ar­inn­ar og óviss­an hef­ur valdið mörg­um óþæg­ind­um.

Bryn­dís seg­ir aðspurð að við flutn­ing starfs­fólks sé stuðst við lög um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins. „Öllum þeim starfs­mönn­um, sem í hlut eiga, verður í sam­ræmi við áður­nefnd laga­ákvæði boðið að flytj­ast með mála­flokkn­um, en eins og áður seg­ir er það sam­tal hafið við hlutaðeig­andi starfs­menn í ráðuneyt­un­um eða er um það bil að hefjast.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: