Risaþurrkarar Héðins til Neskaupstaðar

Þurrkarar í fiskimjölverksmiðju Síldarvinnslunnar komu til landsins í vikunni.
Þurrkarar í fiskimjölverksmiðju Síldarvinnslunnar komu til landsins í vikunni. Ljósmynd/Jakob Valgarð Óðinsson

Þurrk­ar­ar vegna smíða nýrr­ar fiski­mjöls­verk­smiðju Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Nes­kaupsstað voru af­hent­ir á dög­un­um en þeir komu til lands­ins í vik­unni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá vélsmiðjunni Héðni sem ann­ast verk­efnið.

Þurrk­ar­arn­ir eru  hannaðir að fullu af Héðni en smíðaðir í Rúm­en­íu og eru þeir hluti af svo­kallaðri HPP prótein­verk­smiðju frá fyr­ir­tæk­inu sem er byggð á ís­lensku verk- og hug­viti í há­tækni­geira og var í þróun hjá Héðni í um ára­tug. HPP er bæði til í út­færslu til að hafa um borð í skip­um og á landi.

Samn­ing­ar um upp­setn­ingu á 380 tonna fiski­mjöls­verk­smiðju á Nes­kaupstað voru und­ir­ritaðir í mars og er um að ræða um 1,7 millj­arða króna fram­kvæmd.

Fyrsta fór í Sól­bergið

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Héðni tek­ur HPP verk­smiðja „að minnsta kosti 30 pró­sent minna pláss, er með 30 pró­sent færri íhlut­um og eyðir 30 pró­sent minni orku en hefðbundn­ar fiski­mjöls­verk­smiðjur.“ Fyrsta út­gáf­an af slíkri prótein­verk­smiðju var sett upp í Sól­berg ÓF-1, sem Rammi hf. ger­ir út.

Fram kem­ur að „í hefðbund­inni fiski­mjöls­verk­smiðju eru 21 aðal­hlut­ar og orka er sett inn á átta stöðum. Í HPP verk­smiðjunni eru sjö aðal­hlut­ar og orka er sett inn á tveim­ur stöðum. Vinnslu­geta verk­smiðjanna er frá 10 til 400 tonn­um á dag, eft­ir stærð.“

Sólberg ÓF-1 í heimahöfn á Ólafsfirði.
Sól­berg ÓF-1 í heima­höfn á Ólafs­firði. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Sex millj­arðar

Á und­an­förn­um árum hafa vin­sæld­ir HPP verk­smiðjunn­ar auk­ist og hef­ur Héðinn selt þær til út­gerða og í land­vinnsl­ur í Banda­ríkj­un­um, Þýskalandi, Fær­eyj­um, Englandi, Finn­landi, Frakklandi og Nor­egi. Verðmæti sölu til er­lendra ríkja nem­ur um sex millj­arða ís­lenskra króna.

Fjór­ar HPP verk­smiðjur hafa verið seld­ar hér á landi meðal ann­ars um borð í Ili­vi­leq, sem Arctic Prime Fis­heries á Græn­landi ger­ir út.

Þurrkararnir eru stórir.
Þurrk­ar­arn­ir eru stór­ir. Ljós­mynd/​Jakob Val­g­arð Óðins­son
mbl.is