Baldvin með mikla togspyrnu þrátt fyrir minni vél

Sævar Birgisson hjá Skipasýn segir smíði Bladvins Njálssonar hafi gengið …
Sævar Birgisson hjá Skipasýn segir smíði Bladvins Njálssonar hafi gengið vonum framar. mbl.is/Árni Sæberg

Stærri skrúfa hef­ur verið lyk­ill­inn að kraft­miklu skipi með minni vél sem spar­ar mikla olíu og minnk­ar þar með kostnað og los­un.

„Nes­fisk­ur vildi fá ódýrt en gott vinnslu­skip og við unn­um þetta al­gjör­lega með þeim og með það í huga að fá stór­an öfl­ug­an vinnslu­tog­ara í stað gamla Bald­vins Njáls­son­ar. Við beitt­um sömu aðferðum og í Breka VE og Páli Páls­syni ÍS. Við erum með til­tölu­lega lítið vélarafl en stóra skrúfu og náum þess vegna feikna­legu togafli með mik­illi spyrnu og góðum gang­hraða úr til­tölu­lega lít­illi vél,“ svar­ar Sæv­ar Birg­is­son, fram­kvæmda­stjóri Skipa­sýn­ar, spurður um helstu ein­kenni hönn­un­ar nýs Bald­vins Njáls­son­ar GK-400.

Hönnun Baldvins Njálssonar hefur vakið athygli og er áhugi á …
Hönn­un Bald­vins Njáls­son­ar hef­ur vakið at­hygli og er áhugi á að smíða fleiri skip af þess­ari teg­und. Ljós­mynd/​Skipa­sýn

„Þetta er minnsti tog­ar­inn sem er með all­an afla á brett­um. Fram­leiðslan er sett á bretti og ró­bóti um borð flokk­ar afurðina niður á bretti og síðan er lyft­ari sem tek­ur við brett­un­um og ekki er gott að stafla brett­um hátt í velt­ingi þannig að lest­in er á tveim­ur hæðum,“ bæt­ir hann við.

Þá vek­ur hann at­hygli á því að eft­ir­tekt­ar­vert sé hvað hafi tek­ist að gera mikið í skipi sem er þó ekki stærra en 65,6 metr­ar að lengd og 16 metr­ar að breidd. „Þetta er sér­stakt skip. Rosa­lega öfl­ug­ur frysti­tog­ari með tæp­lega átta­tíu tonna tog­spyrnu. Gott veiðiskip með full­komna vinnslu.“

Spar­ar mikla olíu

Skipið hef­ur góða ork­u­nýt­ingu að sögn Sæv­ars. „Þarna er vél frá Wartsila og skipið með 80 tonna tog­spyrnu. Með því að stækka skrúf­una um einn metra gát­um við minnkað vél­ina um tvo sýlindra úr átta í sex sýlindra vél. Ávinn­ing­ur­inn af þessu er ekki bara að það spar­ist tug­ir pró­senta í olíu, held­ur er einnig hægt að stytta vél­ar­rúmið og stækka lest­ina.“

Spurður nán­ar út í stærð skrúf­unn­ar, svar­ar hann: „Fimm metra skrúfa er ekk­ert svo stór skrúfa. Hún er kannski stór miðað við stærð skips­ins eða vélaraflið sem við setj­um á hana, en stærstu skips­skrúf­urn­ar eru ell­efu metr­ar. Við kom­um ekki skip­um í ís­lensk­ar hafn­ir með meiri skrúfu­stærð en sjö eða átta metra. Það tak­mark­ar okk­ur við þessa skrúfu­stærð, ann­ars er eng­in ástæða til að hætta þarna. All­ar helstu vél­ar snú­ast þúsund snún­inga, þess­ar dísel­vél­ar. Til þess að geta haft svona stóra skrúfu þarftu að koma snún­ing­un­um í um sjö­tíu til átta­tíu. Þá þarftu gríðarlega stór­an gír og það hafa menn ekk­ert átt til fyrr en þess var kraf­ist af fram­leiðend­um.“

Skrúfan á Baldvini Njálssyni GK er fimm metrar.
Skrúf­an á Bald­vini Njáls­syni GK er fimm metr­ar. Ljós­mynd/​Magnús Þór Bjarna­son

Hef­ur vakið at­hygli

Sæv­ar seg­ir það hafa verið spenn­andi að fá að taka þátt í verk­efn­inu og að hann sé ánægður með afrakst­ur­inn. Þá hafi aðkoma út­gerðar­inn­ar skipt miklu máli. „Þeir eiga mik­inn þátt í þessu Nes­fisks­menn. Þetta er allt hannað í fullu sam­ráði og sam­starfi við þá. [...] Skipið hef­ur vakið at­hygli og virðist vera áhugi hjá skipa­smíðastöðinni Armon á Spáni að smíða fleiri skip af þess­ari teg­und.

Það er mjög gam­an að vinna með þess­ari skipa­smíðastöð og þess­um fyr­ir­tækj­um sem hafa komið að þessu. Ég hef komið að smíðum víða og það gengið vel en þessi smíði er það sem mér hef­ur fund­ist ganga best.“

Mikið er lagt í aðbúnað áhafnarinnar.
Mikið er lagt í aðbúnað áhafn­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Magnús Þór Bjarna­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: