Fyrsta loðnan komin til hafnar í Neskaupstað

Bjarni Ólafsson kom til hafnar fyrir hádegi í dag hlaðinn …
Bjarni Ólafsson kom til hafnar fyrir hádegi í dag hlaðinn 1.600 tonnum af loðnu. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Bjarni Ólafs­son AK kom til Nes­kaupstaðar með fyrsta loðnufarm vertíðar­inn­ar fyr­ir há­degi í dag, sam­kvæmt færslu sem birt hef­ur verið á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem ger­ir skipið úr. Þar seg­ir að afl­inn hafi verið um 1.600 tonn og fékkst hann í átta hol­um um 45 míl­ur norður af Mel­rakka­sléttu.

„Nán­ast öll veiðin á sér stað yfir dag­inn. Menn draga yfir nótt­ina en það kem­ur afar lítið út úr því. Stærsta holið okk­ar var rúm­lega 400 tonn. Loðnan er fín, en stærð henn­ar er svo­lítið mis­jöfn eft­ir hol­um – frá 36 og upp í 48 stykki í kíló­inu,“ seg­ir Þorkell Pét­urs­son, skip­stjóri á Bjarna Ólafs­syni, í færsl­unni.

Um er að ræða fyrsta loðnutúr Þor­kels í hlut­verki skip­stjóra.

„Menn eru full­ir bjart­sýni hvað varðar vertíðina og von­andi fer loðnan brátt í hefðbundið göngu­mynst­ur. Það brældi í gær og þess vegna var ákveðið að fara í land þó við vær­um ekki al­veg bún­ir að fylla. Það verður losað og síðan haldið beint út aft­ur. Menn geta ekki leyft sér að slappa af á vertíð eins og þess­ari. Það eru sko næg verk­efni fram und­an,“ seg­ir Þorkell.

Loðnu­flot­inn er all­ur bú­inn að kasta enda hafi bræl­an gengið niður og skil­yrði til veiða því mun betri. Skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Börk­ur NK, Barði NK og Beit­ir NK, eru öll þegar kom­in með afla.

mbl.is