2.100 tonnum landað úr Víkingi á Vopnafirði

Víkingur AK er búinn að landa 2.100 tonnum af loðnu …
Víkingur AK er búinn að landa 2.100 tonnum af loðnu á Vopnafirði. Ljósmynd/Brim

Vík­ing­ur AK kom með fyrsta loðnufarm sinn til Vopna­fjarðar klukk­an átta í gær­morg­un og var því fyrr með sín 2.100 tonn til hafn­ar en Bjarni Ólafs­son AK sem landaði sín­um 1.600 tonn­um í Nes­kaupstað rétt fyr­ir há­degi í gær.

Fram kem­ur á vef Brims, sem ger­ir Vík­ing út, að afl­inn hafi feng­ist í níu hol­um á svipuðu svæði og önn­ur skip hafa verið að ná loðnunni að und­an­förnu, um 45 sjó­míl­ur norður af Mel­rakka­sléttu.

Skip Brims hafa verið á miðunum að und­an­förnu og að því er 200 míl­ur kom­ast næst kom Ven­us NS til hafn­ar á Vopnafirði í nótt með loðnu­afla en Svan­ur RE er enn á miðunum og mun halda til Vopna­fjarðar á næst­unni. Úthlutaður loðnu­kvóti Brims er 113 þúsund tonn og hafa skip­in í nógu að snú­ast.

mbl.is