Brim hf. færir börnum bækur

Stórir draumar í öskjum.
Stórir draumar í öskjum.

Brim hf. hef­ur ákveðið að færa öll­um leik- og grunn­skól­um á Íslandi fyrstu sex titl­ana sem koma út í bóka­flokkn­um „Litla fólkið og stóru draum­arn­ir“ sem hin spænska Maria Isa­bel Sanches Verg­ara er höf­und­ur að.

Í bók­un­um er sagt frá fólki sem hef­ur látið drauma sína ræt­ast. „Við sjá­um það að dreng­ir eru að verða und­ir í lestri í sam­fé­lag­inu og þess vegna ákváðum við að kaupa þess­ar bæk­ur og senda í alla skól­ana til þess að hvetja börn til lest­urs,“ seg­ir Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Í mín­um huga er ís­lensk­an und­ir­staða okk­ar sam­fé­lags og menn­ing­ar­arfs því að á henni bygg­ist að við get­um talað hvert við annað og skilið hvert annað. Það er ekki gott ef það er stór hóp­ur sem tal­ar eða skil­ur ekki ís­lensku í okk­ar sam­fé­lagi. Það eru nefni­lega mikl­ar lík­ur á því að sá hóp­ur verði und­ir því ís­lenska er okk­ar mál.“

Bóka­gjöf­in er gef­in í sam­starfi við út­gáfu­fé­lagið Stóra drauma sem áætl­ar að fjölga titl­un­um enn frek­ar á kom­andi miss­er­um og tryggja með því að sem flest­ir finni þar frá­sagn­ir sem vekja at­hygli þeirra og áhuga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: