Loðnugangan á svipuðum tíma og á árum áður

Heimaey VE kom með fyrsta loðnufarm vertíðarinnar.
Heimaey VE kom með fyrsta loðnufarm vertíðarinnar. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Hátt á ann­an tug upp­sjáv­ar­skipa var á loðnumiðunum í land­grunnskant­in­um norður af Langa­nesi í gær. Nokk­ur þeirra eru búin að landa einu sinni, en önn­ur eru langt kom­in með að fylla í fyrsta túrn­um. Afli var dræm­ur í fyrrinótt, en „þetta er eitt­hvað byssu­legra í dag,“ sagði út­gerðarmaður sem rætt var við um miðjan dag gær og átti þá við að út­litið væri betra. Ann­ar sagði að einkum hefði verið um dag­veiði að ræða og afli verið þokka­leg­ur.

Eft­ir æt­is­göng­ur einkum í Græn­lands­hafi kem­ur loðnan á þriðja ári upp að land­grunnskant­in­um við eða vest­ur af Kol­beins­ey í nóv­em­ber eða des­em­ber í hrygn­ing­ar­göngu sinni. Hún geng­ur síðan aust­ur á bóg­inn og suður með Aust­fjörðum og er þá oft á 30 metra dýpi niður í um 250 metra. Fremsta gang­an er gjarn­an þétt, en síðan geta komið „seinni púls­ar“ eins og Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un, orðar það.

Sóttu fróðleik í afla­dag­bæk­ur

„Í fyrra­haust kom loðnan að Kol­beins­eyj­ar­hrygg í nóv­em­ber og það fannst okk­ur snemmt miðað við árin á und­an, en hafa verður í huga að þau ár var hún í ákveðnum aðstæðum,“ seg­ir Birk­ir. „Breyti­leg­ar aðstæður í haf­inu og stærð ár­ganga get­ur haft áhrif og ef­laust margt fleira.

Skoðun á fram­vindu hrygn­ing­ar­göng­unn­ar út frá afla­dag­bók­um sýndi okk­ur að á árum áður var loðnan fyrr á ferðinni inn á land­grunnið held­ur en síðustu ár. Síðasta vet­ur varð breyt­ing á og hún var fyrr á ferðinni. Miðað við hvar flot­inn hef­ur verið að veiðum síðustu daga virðist gang­an vera á svipuðum tíma og á síðustu vertíð.“

Loðnuskip í röð við landgrunnskantinn norður af Langanesi. Afli hefur …
Loðnu­skip í röð við land­grunnskant­inn norður af Langa­nesi. Afli hef­ur verið þokka­leg­ur síðustu daga. Skjá­skot/​Fis­hfacts

Alltaf á svipuðum tíma til hrygn­ing­ar

Loðnan fylg­ir land­grunns­brún­inni og strand­straum­ur­inn við landið og Aust­ur-Íslands­straum­ur­inn létta henni ferðalagið. Þegar loðnan kem­ur að hita­skil­um fyr­ir Suðaust­ur­landi dok­ar hún oft við áður en hún tek­ur strikið vest­ur með Suður­landi á hrygn­ing­ar­stöðvarn­ar.

„Þegar loðnan kem­ur að hita­skil­un­um verður hún oft óút­reikn­an­leg, stund­um held­ur hún kyrru fyr­ir á þessu svo­kallað biðsvæði, stund­um geng­ur hún mjög djúpt eða þá grunnt og hratt með land­inu. Hvort sem loðnan kem­ur seint eða snemma upp að Norður­land­inu og hvernig sem hún hag­ar göng­unni þá virðist hún yf­ir­leitt að lok­um koma á hrygn­ing­ar­stöðvarn­ar á svipuðum tíma.“

Hefðbund­inn loðnu­leiðang­ur eft­ir ára­mót

Aðspurður hvenær verði farið í hefðbund­inn loðnu­leiðang­ur eft­ir ára­mót seg­ir Birk­ir að það liggi ekki end­an­lega fyr­ir. Vel verði fylgst með göngu­hraða loðnunn­ar og veiðiskip­un­um og áhersla lögð á að ná góðri mæl­ingu áður en loðnan komi í hlýja sjó­inn fyr­ir sunn­an land.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: