Sjálfstæðismenn „ágætis mannaveiðarar“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Ljósmynd/mbl.is

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, byrjaði óund­ir­búna fyr­ir­spurn sína til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­málaráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, á því að spyrja hann hvernig hann skil­greini sjálf­stæðis­menn, á Alþingi í dag. 

„Því að mér hef­ur sýnst að þrátt yfir að hæst­virt­ur ráðherra og flokk­ur hans séu ágæt­is manna­veiðarar eins og dæm­in sanna, þá vill kvarn­ast úr hug­sjón­un­um þegar menn eru komn­ir í þenn­an flokk eða að minnsta kosti komn­ir í embætti. Eru ekki síðustu raun­veru­legu sjálf­stæðis­menn­irn­ir löngu farn­ir?“ sagði Sig­mund­ur Davíð í kjöl­far fyrri fyr­ir­spurn­ar Halldóu Mo­gensen, þing­manns Pírata, til sama ráðherra, þar sem hún mis­mælti sig um fjölda þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Vísaði Sig­mund­ur þannig óbeint í vista­skipti Birg­is Þór­ar­ins­son­ar, sem kjör­inn var á þing fyr­ir Miðflokk­inn en sagði sig úr þing­flokki hans og starfar nú í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins, áður en þing kom sam­an. 

Skipt­ir máli að halda fylg­inu

Ekki stóð á svör­um Bjarna: „Hátt­virt­ur þingmaður tel­ur að það hafi eitt­hvað kvarn­ast úr hug­sjón­um hjá sjálf­stæðismönn­um, yfir tíma. Ég get nú ekki tekið und­ir það, það verður sitt að sýn­ast hverj­um í þessu. Það er að minnsta kosti ekki þannig að það sé mikið að kvarn­ast úr þing­flokkn­um hjá okk­ur eða úr hópi fylg­is­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins, það skipt­ir máli. Það skipt­ir máli að maður haldi fylg­inu og það skipt­ir máli að halda þing­mönn­um á þingi, ef menn vilja koma hug­sjón­um sín­um í fram­kvæmd,“ sagði Bjarni og hnýtti þannig í fylg­istap Miðflokks­ins í ný­af­stöðnum alþing­is­kosn­ing­um. 

mbl.is